Íþrótta- og tómstundaráð - 352. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2004. Miðvikudaginn 6. október var haldinn 352. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 11 og hófst hann kl.12:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Kjartan Magnússon, Benedikt Geirsson, Ingvar Sverrisson og Margrét Sverrisdóttir. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Skúli Skúlason fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 30. sept. sl. þar sem tilkynnt er að Margrét Sverrisdóttir verði áheyrnarfulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði.

2. Lögð fram fundargerð síðasta fundar.

3. Lagt fram bréf skipulags- og byggingasviðs dags. 29. sept. sl. varðandi lóðarstækkun við Egilshöll.

4. Lögð fram tillaga að skipulagi íþróttasvæðis í Suður-Mjódd.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir framkomnar skipulagstillögur fyrir sitt leyti og leggur áherslu á að fram fari frekari þarfagreining og umræður um með hvaða hætti svæðið verði byggt upp.

5. Lagt fram bréf Hverfisráðs Hlíða dags. 23. sept. sl. vegna smíðavallar við Hlíðaskóla.
Vísað til æskulýðsfulltrúa.

6. Lagt fram bréf borgarritara dags. 17. sept. sl. vegna samþykktar borgarráðs frá 10. ágúst sl. um notkun á merki Reykjavíkurborgar.

7. Lagt fram að nýju minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 16. ágúst sl. ásamt öðrum fsk. varðandi skíðasvæðið við Hengil.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í gildi er samningur á milli skíðadeilda ÍR og Víkings við ÍTR um rekstur skíðasvæðisins við Hengil.
Samkvæmt samningum mun ÍTR reka skíðasvæðið til vors 2005.
Lagt er til að fram fari viðræður á milli borgaryfirvalda, skíðadeildanna og stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins um kaup á eigum félagisns á Hengli og flutning á þeim ásamt annarri uppbyggingu fyrir félögin í Bláfjöllum.
Óskað er eftir því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir í lok ársins 2004.
Í kjölfar þessara viðræðna mun íþrótta- og tómstundaráð taka endanlega afstöðu til áframhaldandi reksturs á svæðinu eða um tilboð til félaganna um flutning í Bláfjöll.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt að Anna Kristinsdóttir og Benedikt Geirsson sitji í viðræðunefndinni ásamt framkvæmdastjóra ÍTR.

8. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. sept. sl. ásamt starfsreglum um meðferð almennra styrkja Reykjavíkurborgar.
Jafnframt lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 28. sept. sl. vegna þeirra reglna um styrkveitingar sem þegar eru til staðar hjá ÍTR. Í minnisblaðinu er lagt til að íþrótta- og tómstundaráðs staðfesti reglurnar að nýju fyrir sitt leyti og óski staðfestingar borgarráðs á þeim.
Samþykkt.

9. Lagt fram 3. tbl. fréttablaðs vegna þjónustumiðstöðva.

10. Lagt fram bréf Sundsambands Íslands ódags. varðandi afnot af sundlaugum í Reykjavík.

11. Lagt fram bréf Skautafélagsins Bjarnarins dags. 3. okt. sl. með ósk um rekstrarstyrk.
Erindið hlýtur ekki stuðning og er vísað til samþykktar ráðsins frá 17. maí sl. um stuðning við hverfisíþróttafélög vegna íþróttafulltrúa.

12. Lagt fram bréf Skautafélagsins Bjarnarins dags. 4. okt. sl. með ósk um framkvæmdastyrk.
Erindið hlýtur ekki stuðning.

13. Starfs- og fjárhagsáætlun vegna ársins 2005. Fjármálastjóri og framkvæmdastjóri fóru yfir og kynntu starfs- og fjárhagsáætlunina.

Fundi slitið kl. 13:50.

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Benedikt Geirsson Kjartan Magnússon