Íþrótta- og tómstundaráð - 314. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Föstudaginn 15. nóvember var haldinn 314. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Miðbergi og hófst kl. 11:15 Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Jóhannes Sigursveinsson og Benedikt Geirsson. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðarfram-kvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram greinargerð íþróttafulltrúa og forstöðumanns Vesturbæjarlaugar dags. 8. nóv. sl. varðandi tillögur um heilsulind í Vesturbænum.

2. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 6. nóv. sl. vegna ályktunar stjónar SSH um yfirbyggða 50 metra sundlaug í Laugardal.

3. Lögð fram greinargerð íþróttafulltrúa og forstöðumanns Laugardalslaugar varðandi yfirbyggða sundlaug í Laugardal.

Kl. 11:20 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

4. Lagðar fram upplýsingar frá Stjórnun og stefnumótun ehf. um stofnkostnað vegna Hnefaleikafélags Reykjavíkur dags. 4. nóv. sl.

5. Lagt fram bréf Íþróttafélags Reykjavíkur dags. 29. okt. sl. varðandi skíðamannvirki félagsins á Hengilssvæðinu. Vísað til viðræðuhóps um framtíðarskipan skíðamála.

Kl. 11:40 kom Frímann Ari Ferdinandsson á fundinn.

6. Lagt fram bréf Skíðadeildar Víkings dags. 30. okt. sl. með ósk um styrk vegna ýtuframkvæmda á svæði félagsins. Vísað til viðræðuhóps um framtíðarskipan skíðamála.

7. Lagt fram bréf Skíðadeildar ÍR dags. 31. okt. sl. með ósk um styrk vegna framkvæmda á svæði félagsins. Vísað til viðræðuhóps um framtíðarskipan skíðamála.

8. Lögð fram skýrsla VSÓ um mat á skíðalyftum Ármanns í Sólskinsbrekku dags. 3. nóv. sl. Vísað til Bláfjallanefndar.

9. Rætt um aðstöðu Leiknis í Breiðholti.

Fundi slitið kl. 12:15.

Anna Kristinsdóttir

Jóhannes Sigursveinsson Benedikt Geirsson
Kjartan Magnússon