Íþrótta- og tómstundaráð - 310. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Föstudaginn 4. október var haldinn 310. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kjartan Magnússon, Benedikt Geirsson og Reynir Ragnarsson. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 2. okt. sl. ásamt embættisfærslum sem fram hafa farið á skrifstofu ÍTR.

2. Lagt fram bréf Sóknarnefndar Bústaðakirkju ódags. varðandi samnýtingu á húsnæði Bústaðakirkju. Vísað til framkvæmdastjóra.

3. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 21. sept. sl. varðandi íþrótta- og æskulýðsstarf á svæði félagsins.

4. Lagðir fram undirskriftalistar frá 535 gestum Árbæjarlaugar þar sem farið er fram á nuddpott við laugina.

5. Lagt fram bréf Línuhönnunar dags. 19. sept. sl. ásamt kostnaðaráætlun vegna nýs grasvallar á Leiknissvæðinu.

6. Lagt fram bréf Fræðlustjóra dags. 23. sept. sl. ásamt bókun sjálfstæðismanna í Fræðsluráði vegna gjaldtöku frístundagæslu í grunnskólum borgarinnar.

7. Lögð fram skýrsla TBR um sumarstarf sem styrkt er af ÍTR.

8. Lögð fram ályktun frá aðalfundi Skautafélagsins Bjarnarins dags. 22.09. sl. þar sem lýst er ánægju með skautahöll í Grafarvogi og aðstöðu fyrir félagið. Jafnframt lagt fram bréf Bjarnarins dags. 30. sept. sl. varðandi aðstöðu félagsins í skautahöllinni. Vísað til umsagnar ÍBR.

9. Lögð fram drög að samningum við skíðadeildir Fram, KR, Ármann, Víking og ÍR. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Skipaður verði viðræðurhópur til þess að ræða framtíðarskipan skíðamála hjá skíðadeildum félaganna í Reykjavík. Hópurinn væri skipaður framkvæmdastjóra ÍTR, formanni ÍTR, framkvæmdastjóra Bláfjallanefndar og formanni Bláfjallanefndar. Samþykkt samhljóða.

10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 1. ágúst sl. varðandi Borgarleika unglinga.

11. Lagt fram að nýju bréf Knattspyrnufélagsins Vals dags. 5. sept. sl. með ósk um viðbótarstyrk vegna íþróttaskóla barna 2002-2003. Vísað til framkvæmdastjóra.

12. Lagt fram að nýju bréf aðstoðarforstöðumanns Gerðubergs dags. 17. sept. sl. með ósk um samstarf vegna norræna verkefnisins Fantasi Design. Vísað til æskulýðsfulltrúa.

13. Lagt fram bréf ÍR dags. 20. sept. sl. með ósk um viðbótarstyrk vegna viðgerða á grasvelli á svæði félagsins.

14. Lögð fram drög að samkomulagi milli ÍTR og KR vegna sparkvalla.

15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 23. sept. sl. vegna styrkveitinga til íþróttafélaga vegna framkvæmda. Frestað.

16. Lögð fram áskorun frá þingi ÍBR 14.-16. mars sl. frá ÍR varðandi skíðasvæðið við Hengil.

17. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 1. okt. sl. varðandi virkjun á Hellisheiði. Vísað til viðræðuhópar um framtíðarskipan skíðamála.

18. Lagt fram að nýju bréf frá Samtökunum 78 dags. 9. sept. sl. með ósk um styrk vegna gerðar kvikmyndar. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

19. Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur dags. 30. sept. sl. með ósk um niðurfellingu leigu af Laugardalshöll vegna 90 ára afmælis skátastarfs í Reykjavík. Frestað.

20. Lagt fram bréf Hnefaleikafélags Reykjavíkur dags. 23.09. sl. með ósk um styrk vegna húsnæðis og búnaðar. Vísað til framkvæmdastjóra og gerðar fjárhagsáætlunar.

21. Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur með ósk um styrki.

22. Lagt fram bréf Ungra Sósíalista dags. 23.09. sl. með ósk um rekstrarstyrk. Vísað til framkvæmdastjóra. Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi undir þessum lið.

23. Tilnefning fulltrúa í stjórn Heilsuborgarverkefnisins. Samþykkt að Ingvar Sverrisson sitji í stjórninni.

24. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir verkefnum ÍTR og starfsáætlun.

Fundi slitið kl. 14:30

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Kolbeinn Óttarsson Proppé
Kjartan Magnússon Benedikt Geirsson