Íþrótta- og tómstundaráð - 306. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Miðvikudaginn 3. júlí var haldinn 306. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:00.
Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kjartan Magnússon, Friðjón R. Friðjónsson og Frímann Ari Ferdinardsson.
Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri.
Fundarritari: Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. júní sl. varðandi skipan íþrótta- og tómstundaráðs næsta kjörtímabil.
Formaður var kjörinn Anna Kristinsdóttir. Aðalmenn aðrir: Ingvar Sverrisson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kjartan Magnússon og Benedikt Geirsson.
Varamenn: Guðrún Erla Geirsdóttir, Helena Ólafsdóttir, Jóhannes T. Sigursveinsson, Bolli Thoroddsen og Friðjón R. Friðjónsson.

2. Formaður lagði til að Ingvar Sverrisson skipaði sæti varaformanns.
Samþykkt.

3. Lögð fram samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð.

4. Lagt fram bréf ÍBR dags. 4. apríl sl. varðandi skipan áheyrnarfulltrúa. Reynir Ragnarsson er áheyrnarfulltrúi og Frímann Ari Ferdinandsson til vara.

5. Lögð fram gögn um starfsemi ÍTR, starfsáætlun, jafnréttisáætlun, fræðsluáætlun og sumarstarfsbæklingur.

6. Rætt um fundartíma ráðsins.
Samþykkt að halda fundartíma óbreyttum frá síðasta kjörtímabili.

7. Rætt um sumarleyfi ráðsins.
Næsti fundur verður 24. júlí n.k. og síðan 16. ágúst en eftir það tekur formleg fundaráætlun við.

8. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur dags. 15. maí sl. varðandi skipan fulltrúa ÍTR í stjórn skólans.
Formaður lagði til að Sigrún Jónsdóttir verði fulltrúi ÍTR í stjórninni og Stefán Þór Björnsson til vara.
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra dags. 7. júní sl. með ósk um styrk.
Samþykkt að veita félaginu kr. 100.000.- í styrk.

10. Lagt fram bréf forsvarsmanns Brettafélags Reykjavíkur ódags. varðandi húsnæðismál félagsins. Einnig lagðir fram minnispunktar aðstoðarframkvæmdastjóra með tillögu um fyrirgreiðslu við félagið.
Tillaga aðstoðarframkvæmdastjóra samþykkt.

11. Lagt fram bréf Auðar Ólafsdóttur dags. 15. maí sl. varðandi styrkveitingu til yngri flokka í knattspyrnu.

12. Lagt fram bréf Hverfisnefndar Miðgarðs dags. 28. maí sl. varðandi aðstöðu í Egilshöllinni.

13. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 3. júní sl. varðandi fimleikadeild félagsins.

14. Lagt fram bréf #GLBetri borg#GL dags. 24. maí sl. varðandi málefni ungs fólks í miðborginni.

15. Lagt fram bréf Geirs Sveinssonar þjálfara m.fl. Vals í handknattleik dags. 16. maí sl. með ósk um styrk.

16. Lögð fram könnun á viðhorfum barna og foreldra til Frístundaheimilisins í Breiðholti.

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Íþróttafélagsins Fylkis dasg. 19. júní sl. varðandi framlengingu þjónustusamnings milli ÍTR og félagsins.

18. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 26. júní sl. varðandi úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2003.

19. Lögð fram skýrslan #GLBörnin í borginni#GL sem Rannsóknir og greining vann fyrir ÍTR og fræðsluráð.

Fundi slitið kl. 13:15

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Kolbeinn Óttarsson Proppé
Kjartan Magnússon Friðjón R. Friðjónsson