Íþrótta- og tómstundaráð - 305. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Föstudaginn 17. maí var haldinn 305. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru: Ingvar Sverrisson formaður, Snorri Hjaltason, Kjartan Magnússon og Reynir Ragnarsson Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðarfram-kvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 16. maí varðandi embættisfærslur á skrifstofu ÍTR.

2. Lagt fram bréf Höskuldar K. Ólafssonar, Kjartans Snorra Ólafssonar og Péturs Magnússonar dags. 15. apríl sl. varðandi aðstöðu undir körtu bílabraut. Vísað til borgarskipulags.

Kl. 12:20 kom Sigrún Elsa Smáradóttir á fundinn.

3. Lagðar fram fundargerðir Þjóðhátíðarnefndar dags. 22. og 24. apríl sl.

4. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. apríl sl. v/ erindis starfshóps um skóladagvist frá 22. apríl sl. Jafnframt lögð fram afrit af bréfum framkvæmdastjóra ÍTR og fræðslustjóra til borgarráðs.

5. Lagt fram bréf Steinunnar Geirsdóttur dags. 10. apríl sl. varðandi reiðnámskeið fyrir fatlaða hjá Þyrli.

6. Lagt fram bréf ÍBR dags. 17. apríl sl. ásamt samþykktum frá ÍBR þingi og ársskýrslu og ársreikningi ÍBR 2000 og 2001.

7. Lagt fram bréf Skotfélags Reykjavíkur dags. 12. apríl sl. með ósk um styrk vegna vallarleigu í maí - ágúst. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf Skotfélags Reykjavíkur dags. 12. apríl sl. með ósk um styrk vegna tækjakaupa. Vísað til afgreiðslu styrkja.

9. Lagt fram bréf Kristbjörns H. Björnssonar og Sigurðar Hólm Gunnarssonar dags. 15. apríl sl. með ósk um styrk vegna gerðar heimildarþáttar um einelti. Vísað til framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra.

10. Lögð fram umsögn aðstoðarframkvæmdastjóra og forstöðumanns Hins Hússins dags. 4. apríl sl. vegna skemmtistaðar fyrir ungt fólk sbr. 302. fund lið 14. Jafnframt lagt fram bréf Áslaugar Blöndal dags. 15. maí sl. Vísað til aðstoðarframkvæmdastjóra.

11. Lagt fram bréf Bjarnarins dags. 4. apríl sl. varðandi æfingatíma fyrir félagið.

12. Lagt fram bréf ÍBR dags. 18. apríl sl. varðandi aðstöðu fyrir Björninn.

Kl. 12:40 kom Helgi Hjörvar á fundinn.

13. Lagt fram bréf Kaktus varðandi fjölskylduhátíð og tónleika í Laugardalshöll 1. júní n.k. - óskað er eftir niðurfellingu á leigu. Vísað til afgreiðslu forstöðumanns Laugardalshallar, framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra.

14. Lagt fram bréf Davids Taylor dags. 4. maí sl. varðandi tivolí á svæði við Laugardalshöllina í sumar. Vísað til borgarráðs.

15. Lagt fram bréf Heimilisiðnaðarskólans dags. 6. maí sl. með ósk um styrk vegna sumarnámskeiða. Erindið hlýtur ekki stuðning.

16. Lagður fram samningur við Knattspyrnufélagið Val um skipulag á félagssvæði Vals.

17. Lagðar fram reglur um öryggi í íþróttahúsum. Samþykkt að vinna eftir reglunum hjá ÍTR og að fela ÍTR og ÍBR frekari framgang málsins.

18. Lagðar fram hugmyndir nema við HÍ um vatnagarð við Laugardalslaug

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 15. maí sl. varðandi styrkveitingar til íþróttafélaga. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti tillögurnar samhljóða. Snorri Hjaltason vék af fundi undir afgreiðslu vegna Fjölnis.

Ingvar Sverrisson lagði fram eftirfarandi tillögu: Vegna bréfs framkvæmdastjóra ÍTR og samþykktar á tillögum um styrkveitingar til íþróttafélaga og vegna íþróttastarfs í Breiðholtshverfum vill ÍTR árétta eftirfarandi.

Í samstarfsyfirlýsingu ÍR og Leiknis frá 27. september 1999 er því lýst yfir að félögin muni sameinast í eitt öflugt íþróttafélag sem þjóni Breiðholtshverfi öllu. Markmiðið með þessu var að bæta aðstöðu í hverfinu til íþróttastarfs fyrir börn, unglinga, keppnisfólk og almenning. Ljóst er að viljayfirlýsing þessi hefur ekki gengið eftir að öllu leyti og eru ýmsar ástæður þar að baki. ÍTR telur engu að síður mikilvægt að vinna áfram að þessu framfaramáli og samþykkir að skipa nefnd sem í eigi sæti framkvæmdastjóri ÍTR og ÍBR og tveir fulltrúar skipaðir frá Leikni og ÍR.

Jafnframt verði á næstu vikum skoðaðir möguleikar á að bæta grasvöll í efra Breiðholti sem nú tilheyrir Leikni, svo og ófrágengið æfingasvæði í hverfinu. Framkvæmdastjóra ÍTR er farið að ræða við Leikni vegna málsins. Vegna mála ÍR verði félagið styrkt til stækkunar grassvæðis og lagfæringar á húsnæði. Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs lögðu fram sameiginlega tillögu: Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR í samvinnu við stjórn Ungmennafélagsins Fjölnis að gera þarfagreiningu á vallarmálum Fjölnis í Grafarvogi. Sérstaklega verði athuguð nýting á völlum við Dalhús, Víkurveg og þörf á tímum í Egilshöll. Þá verði jafnframt gerð greining á þörfum félagsins fyrir ný æfingasvæði fyrir knattspyrnu og mögulega staðsetningu þeirra. Þá verði kannaðir möguleikar á því að nýta fjármuni sem fást fyrir sölu byggingaréttar lóða við Gylfaflöt, til uppbyggingarinnar. Samþykkt samhljóða. Snorri Hjaltason vék af fundi undir þessari tillögu.

20. Sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi tillögu: Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÍTR að koma með tillögu og áætlun um að komið verði upp framtíðaraðstöðu fyrir svokallaðar jaðaríþróttir, s.s. brettasport og klifur. Frestað.

21. Sjálfstæðismenn lögðu fram eftirfarandi tillögu: Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÍTR að koma með tillögur um að Reykjavíkurborg eigi frumkvæði að því að ráðist verði í gerð fjölnota svæðis fyrir akstursíþróttir. Samráð verði haft við félög akstursíþróttamanna, félag ökukennara, umferðarráð og aðra fagaðila sem best þekkja til og myndu hafa not af slíku svæði. Frestað.

22. Kjartan Magnússon var með fyrirspurn: Sjálfstæðismenn óska eftir skýringum á þeim ummælum formanns íþrótta- og tómstundaráðs, sem birtust í Morgunblaðinu 14. maí sl. Þar fullyrti formaðurinn að leitað hefði verið til nokkurra aðila til að kanna hvort þeir hefðu áhuga á að eiga samstarf við Reykjavíkurborg um uppbyggingu líkamsræktarstöðvar við Laugardalslaug. Einungis einn aðili hafi sýnt verkefninu áhuga og því hafi verið samið við hann en ekki farið í formlegt útboð um framkvæmdina. Nú hefur komið fram að ekkert er til í þessum staðhæfingum en í Morgunblaðinu 15. maí lýsa tveir aðilar yfir því í fréttaviðtali að fullyrðingar formanns ÍTR um þessi mál standist ekki. Annar aðilinn segir að aldrei hafi verið leitað til sín en ljóst er að hinn aðilinn hafði áhuga á verkefninu og hefur fært sönnur á það með opinberum skjölum. Þeim áhuga var hins vegar leynt fyrir borgarráði og með fullyrðingu sinni í Morgunblaðinu reynir formaður ÍTR að blekkja almenning með sama hætti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir skýringum á þessu háttarlagi og skýrum svörum við þeirri spurningu hvers vegna ekki var farið í formlegt útboð vegna verkefnisins þar sem fyrir lá að fleiri aðilar sýndu því áhuga, en sá sem R-listinn kaus að semja við.

Fulltrúar R-listans óskuðu bókað: Borgarfulltrúa Kjartani Magnússyni er fullkunnugt um að borgarráð samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum, þar með töldum atkvæðum Sjálfstæðismanna að ganga til samninga við Björn Leifsson. Kjartan Magnússon óskaði bókað: Í bréfi borgarstjóra til Hreyfingar dags. 21. sept. 1999 kemur skýrt fram að borgarstjóra var fullkunnugt um áhuga fyrirtækisins á því að taka þátt í umræddu verkefni. Það verkur því athygli að formaður ÍTR skuli fullyrða það nú að "það sem aðrir en Björn hafi ekki sýnt málinu áhuga hafi ekki þótt ástæða til að fara í formlegt útboð" eins og segir orðrétt í frétt Morgunblaðsins 14. maí. Það eru þessi ummæli sem óskað er eftir skýringum á og lýsa sjálfstæðismenn yfir furðu sinni á því að R-listinn reyni nú að drepa málinu á dreif.

23. Formaður ÍBR vakti athygli á tillögum starfshóps um skóladagvist - tillögum 8 og 9 um íþróttaskóla. Benti á að tryggja þyrfti skólunum fjármagn til að halda úti þessu starfi í skólunum.

Fundi slitið kl. 13.45

Ingvar Sverrisson

Sigrún Elsa Smáradóttir Helgi Hjörvar
Snorri Hjaltason Kjartan Magnússon