Íþrótta- og tómstundaráð - 302. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Föstudaginn 15. mars var haldinn 302. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Sigrún Elsa Smáradóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Snorri Hjaltason. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 5. mars sl. varðandi styrkbeiðni frá Skákdeild KR dags. 24. jan. sl. til borgaryfirvalda.

2. Lagt fram yfirlit frá Fasteignastofu Reykjavíkur dags. 13. feb. sl. varðandi staðsetningu sparkvalla.

Kl. 12:20 kom Reynir Ragnarsson á fundinn.

3. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 5. mars sl. varðandi norrænar ráðstefnur.

4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra dags. 6. mars sl. varðandi reglur um sumarnámskeið. Frestað.

Kl. 12:30 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

5. Lagður fram endurskoðaður samskiptasamningur milli ÍTR og ÍBR. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Jassballetskóla Báru dags. 18. feb. sl. með beiðni um styrk. Vísað til framkvæmdastjóra.

7. Lagt fram minniblað framkvæmdatjóra dags. 7. mars sl. varðandi skoðanakönnun.

8. Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Fylkis dags. 11. mars sl. varðandi vallarmál. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu: Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÍTR að taka upp viðræður við Íþróttafélagið Fylki um gerð hönnunar- og kostnaðaráætlun fyrir gervigrasvöll á svæði félagsins. Greinargerð varðandi þessi mál verði lögð fyrir næsta fund íþrótta- og tómstundaráðs. Samþykkt.

9. Lögð fram að nýju skýrsla um sundstaði.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 7. mars sl. varðandi snjóframleiðslu á Hengilssvæðinu.

11. Lögð fram endurskoðuð stefna ÍTR í málefnum fólks af ólíkum uppruna. Frestað.

12. Lögð fram gjaldskrá sumarnámskeiða.

13. Lagt fram bréf Kvikmyndaskóla Íslands dags. 28. feb. sl. með ósk um styrk v/sumarnámskeiða fyrir börn. Erindinu er hafnað.

14. Lagt fram bréf Áslaugar M. Blöndal dags. 12. mars sl. varðandi skemmtistað fyrir ungt fólk. Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra og frostöðumanns Hins Hússins.

Fundi slitið kl. 13:15

Steinunn V. Óskarsdóttir

Ingvar Sverrisson Sigrún Elsa Smáradóttir Snorri Hjaltason Jóna Gróa Sigurðardóttir