Íþrótta- og tómstundaráð - 301. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Fimmtudaginn 7. mars var haldinn 301. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon og Snorri Hjaltason. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 6. mars sl. varðandi embættisfærslur á skrifstofu ÍTR.

2. Lagt fram bréf Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur dags. 11. feb. sl. varðandi frjálsíþróttaaðstöðu í nýrri íþróttahöll í Grafarvogi ásamt ályktun frá aðalfundi FÍRR. Vísað til framkvæmdastjóra.

3. Lagt fram bréf FRÍ dags. 7. feb. sl. vegna frjálsíþróttaaðstöðu. Vísað til framkvæmdastjóra.

4. Lagt fram bréf Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur dags. 11. feb. sl. varðandi ályktun um forgansröðun á uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu í Reykjavík.

5. Lagt fram afrit af bréfi FRÍ dags. 12. feb. sl. til KSÍ vegna mótahalds í Baldurshaga.

6. Lagt fram bréf Skíðadeildar KR dags. 4. feb. sl. varðandi skíðasvæðið í Skálafelli. Vísað til rekstrarstjórnar skíðasvæða.

Kl. 12:20 kom Reynir Ragnarsson á fundinn.

7. Lagt fram bréf ÍBR dags. 29. jan. sl. varðandi framlag til Reiðhallarinnar í Víðidal. Vísað til afgreiðslu framkvæmdastjóra.

8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 30. jan. sl. varðandi vallarmál KR-inga.

9. Lögð fram drög að þriggja ára rekstrar- og framkvæmdaáætlun ÍTR 2003-2005.

10. Lagt fram bréf ÍR dags. 1. feb. sl. varðandi styrkumsóknir félagsins og framkvæmdir. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við Íþróttafélag Reykjavíkur um erindi félagsins.

11. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 7. des. sl. varðandi styrkumsóknir félagsins. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við Knattspyrnufélagið Víking um erindi félagsins.

12. Lagt fram yfirlit um framkvæmdastyrki til félaga síðast liðin ár.

13. Lagt fram rekstraruppgjör og uppgjör starfsáætlunar ÍTR vegna 2001.

14. Lagt fram afrit af bréfi stjórnar Sýningar- og íþróttahallarinnar hf. dags. 11. feb. sl. til borgarráðs.

15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. feb. sl. varðandi nýja samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundaráð. Stjórnkerfisnefnd óskar eftir umsögn ráðsins. Framkvæmdastjóra falið að koma ábendingum á framfæri.

16. Lagðar fram samþykkir um hverfisráð í Reykjavík.

17. Lögð fram áætlun og styrkbeiðni um tónlistar- og þróunarmiðstöð. Vísað til afgreiðslu styrkja.

18. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. feb. sl. varðandi REY Cup - alþjóðlega knattspyrnuhátíð í Reykjavík Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 27. feb. sl. vegna samstarfs í hverfum á vegum ÍTR.

20. Lagt fram bréf Hnefaleikafélags Reykjavíkur dags. 26.02.02. með beiðni um styrk.

21. Skipun í þjóðhátíðarnefnd. Frá meirihluta Steinunn V. Óskarsdóttir formaður og Ingvar Sverrisson. Frá minnihluta Snorri Hjaltason.

22. Lagt fram bréf knattspyrnufélagsins Þróttar dags. 21. feb. sl. varðandi mannvirki í Laugardal í umsjá félagsins. Vísað til framkvæmdastjóra og Fasteignastofu Reykjavíkur.

23. Lagt fram bréf ÍBR dags. 27. feb. sl. varðandi Landsmót UMFÍ 2006. Vísað til borgarráðs.

24. Lagðar fram að nýju umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundaráðs ásamt tillögum um styrkveitingar. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:45

Steinunn V. Óskarsdóttir

Ingvar Sverrisson Hrannar B. Arnarsson
Snorri Hjaltason Kjartan Magnússon