Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2002. Föstudaginn 1. febrúar var haldinn 300. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni og hófst kl. 18:35. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Sigrún Elsa Smáradóttir, Snorri Hjaltason, Kjartan Magnússon og Reynir Ragnarsson. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumörkun og þróunaráætlun í sundlaugum ÍTR.
2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. í dag varðandi Reykjavíkurmaraþon. Samþykkt og ÍBR og framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.
3. Lagt fram bréf Steingríms Sigurjónssonar dags. 17. jan. sl. varðandi minnisvarða um Pál Erlingsson. Vísað til framkvæmdastjóra.
4. Lagt fram bréf Íslenska fjallaleiðsögðumanna dags. 14. janúar sl. vegna alþjóðlegrar skíðagöngukeppni með ósk um styrk. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:00
Steinunn V. Óskarsdóttir
Sigrún Elsa Smáradóttir Kjartan Magnússon
Snorri Hjaltason