Íþrótta- og tómstundaráð - 299. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2001. Fimmtudaginn 17. janúar var haldinn 299. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 10:15. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Alfreð Þorsteinsson, Kjartan Magnússon og Frímann Ari Ferdinandsson. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri.
Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar framkvæmdastjóra ÍTR dags. 2. janúar sl. vegna fyrirspurnar frá síðasta fundi vegna Hins Hússins.

2. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu húnæðismála Hins Hússins.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi vegna húsnæðismála.

3. Lögð fram bréf forstöðumanns Miðbergs dags. 7. des. sl., Leiknis dags. 30. des. sl. og ÍR dags. í dag vegna samstarfsverkefnis í Breiðholtshverfi.
Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdstjóra dags. í dag vegna samstarfsverk-efnisins.

4. Lögð fram ályktun frjálsíþróttadeilda Ármanns, Fylkis og ÍR dags. 21. nóv. sl. varðandi Reykjavíkurmaraþon.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Vegna ályktunar frjálsíþróttadeilda Ármanns, Fjölnis og ÍR skal áréttað að Frjálsíþróttasamband Íslands sagði sig frá samstarfi við ÍTR, ÍBR, Flugleiði og DV vegna stjórnunar á Reykjavíkurmaraþoni. Áður hafði FRÍ tekið þátt í þessu samstarfsverkefni í mörg ár, síðast með sérstökum samningi frá 15. des. 1998 og jafnframt átt fulltrúa í stjórn RM.
Þessi ár hafa frjálsíþróttadeildirnar í Reykjavík ekki gert athugasemd við þetta samstarfsform og ekki litið á að með þessu samstarfi hafi Reykjavíkurborg verið #GLí samkeppni við frjálsíþróttastarfsemi íþróttafélaga#GL.
Íþrótta- og tómstundaráð getur ekki tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í ályktun frjálsíþróttadeildanna að Reykjavíkurmaraþon sé eingöngu frjálsíþróttastarfsemi, heldur er RM jafnframt almennings- og menningarviðburður.
Að undanförnu hefur verið unnið að endurskipulagningu RM af hálfu ÍTR og stjórnar RM.
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir vilja sínum til að taka upp viðræður við þá styrktaraðila sem staðið hafa hvað öflugast að baki RM undanfarin ár og ÍBR, FÍRR og frjálsíþróttadeildir íþróttafélaganna í Reykjavík um áframhaldandi rekstur og framkvæmd RM.
Felur ráðið fulltrúum sínum í stjórn RM að vinna að málinu.
Samþykkt með 3 atkvæðum. KM sat hjá.

5. Lagt fram yfirlit um sparkvelli í Reykjavík.

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra ÍTR og Fasteignastofu Reykjavíkurborgar að kanna möguleika á uppsetningu næstu battavalla við Fylkissvæðið, Álftamýrarskóla, Vesturbæ og í Seljahverfi.
Jafnframt að garðyrkjudeild og ÍTR kanni möguleika á uppsetningu sparkvalla við Miklatún, Bauganes, Fellahverfi, Hraunbæ/Rofabæ og í Grafarvogi.
Samþykkt samhljóða.

6. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis dags. 10. febrúar sl. vegna íþróttavalla og knattspyrnuhúss.

7. Lagt fram bréf KKÍ dags. 27. des. sl. varðandi Norðurlandamót í körfuknattleik kvenna í Reykjavík í júní n.k.

8. Lagt fram bréf Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur dags. 27. des. sl. varðandi húsnæðismál.

9. Lagðar fram skýrslur um skíðasvæðin í Bláfjöllum, Skálafelli og Hengli.

10. Lagt fram bréf Karatefélags Reykjavíkur dags. 2. janúar sl. vegna húsnæðismála félagsins.

11. Lagt fram bréf fulltrúa á skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. janúar sl. varðandi áskorun stýrihóps um forvarnir í Grafarvogi um stærð íþróttahúsa.

12. Lagt fram yfirlit um umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundaráðs.

13. Lagt fram að nýju bréf bæjarstjórnar Åbo vegna ráðstefnu næsta vor.

14. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum á árinu 2001 og opnunartíma á hátíðisdögum 2002.

15. Tilnefning íþróttamanns Reykjavíkur og úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði verður 25. janúar n.k.

16. Lagt fram bréf Tals dags. 4. janúar sl. varðandi fjarskiptamál í Laugardal.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

Kl. 11:00 mætti SH á fundinn.

17. Lagt fram yfirlit um næstu fundi íþrótta- og tómstundaráðs.

Fundi slitið kl. 11:05

Steinunn V. Óskarsdóttir

Ingvar Sverrisson Alfreð Þorsteinsson
Kjartan Magnússon Snorri Hjaltason