Íþrótta- og tómstundaráð - 298. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2001. Föstudaginn 21. desember var haldinn 298. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Kjartan Magnússon og Snorri Hjaltason. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram greinargerð aðstoðarframkvæmdastjóra, framkvæmdastjóra og forstöðumanns Hins Hússins dags. 19. des. sl. varðandi Hitt Húsið. Formaður SVÓ lagði fram eftirfarandi tillögu: Nú um nokkurt skeið hefur verið unnið að athugunum á nýjum valkostum varðandi húsnæðismál Hins Hússins. Af hálfu starfsmanna ÍTR og HH hafa þessir valkostir verið yfirfarnir og lagt mat á húsnæði og fjármál. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við borgarráð að framkvæmdastjóra ÍTR og borgarlögmanni verði heimilað að ganga til samninga við Íslandspóst varðandi leigu á Pósthússtræti 3-5. Borgarráði og ÍTR verði gerð grein fyrir samningnum og kostnaði við leigu og flutninga áður en málinu verði lokið. Samþykkt samhljóða.

Fulltrúar sjálfstæðismanna KM og SH lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

1. Hve miklu fé hefur verið varið úr borgarsjóði til endurbóta á því húsnæði sem Hitt Húsið er nú í?

2. Hver er áætlaður kostnaður við breytingar á Pósthússtræti 3-5 þannig að húsið henti starfsemi Hins Hússins.

Fundi slitið kl. 11:30.