Íþrótta- og tómstundaráð - 296. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2001. Föstudaginn 16. nóvember var haldinn 296. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Sigrún Elsa Smáradóttir, Kjartan Magnússon, Snorri Hjaltason og Frímann Ari Ferdinandsson. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri.
Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá formönnum Tennissambands Íslands, Fjölnis, Víkings og Þróttar dags. 24. okt. sl. varðandi tennisaðstöðu í Reykjavík og tillögur til úrbóta.

2. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6. nóvember sl. varðandi ráðstefnu um félags- og tómstundastarf fyrir ungt fólk.

Kl. 12:20 kom IS á fundinn.

3. Lögð fram að nýju drög að framkvæmdaáætlun íþrótta og tómstundamála fyrir árið 2002.

Kl. 12:25 vék IS af fundi.

4. Lögð fram drög að dagskrá fyrir höfuðborgarráðstefnu Norðurlanda um íþróttamál haldin í Reykjavík í maí 2002.

5. Lagt fram yfirlit um árangursmælingar skorkorts ÍTR vegna ársins 2002.

6. Rætt um samstarf ÍR og Leiknis í Breiðholti og samstarf Ármanns og Þróttar í Laugardal.
Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga hjá formönnum félaganna.

7. Rætt um uppsetningu listaverka í Laugardalslaug og Grafarvogslaug.
Vísað til vinnuhóps um stefnumörkun og þróunaráætlun í sundlaugum ÍTR.

8. Lögð fram skýrsla aðalstjórnar ÍR fyrir árið 2000.

9. Lagðar fram upplýsingar um vetrardagskrá Fjölnis.

10. Lagt fram bréf Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 12. nóv. sl. varðandi starfsemi klúbbsins árið 2001.

11. Á fundinn komu markaðsstjóri og fjármálastjóri og kynntu tillögu að nýju aðgöngumiðakerfi á sundstöðum ÍTR.

Fundi slitið kl. 13:20

Steinunn V. Óskarsdóttir

Sigrún Elsa Smáradóttir Kjartan Magnússon
Snorri Hjaltason