Íþrótta- og tómstundaráð - 295. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2001. Föstudaginn 2. nóvember var haldinn 295. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Snorri Hjaltason. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Erlingur Þ. Jóhannsson íþróttafulltrúi. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram niðurstöður viðhorfskönnunar vegna hátíðarhalda 17. júní sl. Ragnhildur Helgadóttir jafnréttisráðgjafi ÍTR kom á fundinn og kynnti niðurstöðurnar.

2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra dags. 1. nóv. sl. um embættisfærslur erinda sem borist hafa skrifstofu ÍTR.

3. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. október sl. vegna samþykktar borgarráðs á nýrri hverfaskiptingu í Reykjavík.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 25. október sl. varðandi umsókn frá Tal hf. um uppsetningu á sendum í Laugardal. Vísað til formanns og framkvæmdastjóra ÍTR.

5. Lagðar fram niðurstöður tilraunar með notkun UV til að minnka bundinn klór í sundlaugum.

6. Lagt fram bréf Ísaga ehf. dags. 24. okt. sl. varðandi þróun stýribúnaðar til stýringar á sýrustigi og klórmagni í sundlaugum. Samþykkt og vísað til íþróttafulltrúa.

7. Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun íþrótta- og tómstundamála fyrir árið 2002.

8. Lagðar fram tillögur að nýjum reglum ÍBR og ÍTR um styrki vegna æfinga og keppni. Frestað.

Kl. 13:00 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.

9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. í dag vegna húsaleigu- og keppnisstyrkja árið 2002. 10. Lagðar fram teikningar og gögn vegna 50 metra yfirbyggðrar sundlaugar í Laugardal. Erlingur Þ. Jóhannsson íþróttafulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Kl. 13:20 vék Steinunn V. Óskarsdóttir af fundi.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. í dag vegna Valbjarnarvallar. Samþykkt. Fundi slitið kl. 13:30

Ingvar Sverrisson

Sigrún Elsa Smáradóttir Snorri Hjaltason