Íþrótta- og tómstundaráð - 294. fundur

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2001. Miðvikudaginn 3. október var haldinn 294. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:05. Viðstaddir voru: Steinunn V. Óskarsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Kjartan Magnússon og Snorri Hjaltason. Jafnframt Ómar Einarsson framkvæmdastjóri,Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Skúli Skúlason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson markaðsstjóri, Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi, Erlingur Þ. Jóhannsson íþróttafulltrúi og Logi Sigurfinnsson framkvæmdastjóri skíðasvæða. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra dags. 12. september sl. varðandi skipurit fyrir ÍTR.

2. Rætt um starfsáætlun ÍTR fyrir árið 2002 og úthlutun ramma til einstakra starfsstaða. Framkvæmdastjóra heimilað að kynna starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR fyrir borgarráði.

Fundi slitið kl. 14:00

Steinunn V. Óskarsdóttir

Ingvar Sverrisson Sigrún Elsa Smáradóttir
Kjartan Magnússon Snorri Hjaltason