No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 13. júlí var haldinn 274. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júlí 2012 varðandi heimild til framhaldskaupa á umferðaljósastýribúnaði frá Siemens / Smith og Norland vegna breytinga á göngu- og hjólastígum frá Elliðaárósum að Höfðatúni. R05060117.
Samþykkt.
Ólafur Ólafsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 3. júlí 2012 þar sem lagt er til að samið verði við:
Í hluta 1 HópferðamiðstöðinaTrex ehf.
Í hluta 2 og 3 Bíla og fólk ehf., Hópferðamiðstöðina Trex ehf. og Teit Jónasson ehf. í EES útboði nr. 12821 Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu. R12040071.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 9. júlí 2012 varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12178 Kaup á ferskum og frystum fiski og unnum fiskvörum um allt að 6 mánuði eða til 3. mars 2013. R09070052.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 9. júlí 2012 varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12529 Kaup á fersku grænmeti og ávöxtum um 6 mánuði eða til 28. febrúar 2013. R10100187.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 2. júlí 2012 varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12621 Prentun og ljósritun um eitt ár eða til 3. júlí 2013. R11050050.
Samþykkt.
6. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. júlí 2012 yfir viðskipti við skrifstofuna í júní 2012. R12010066.
Innkauparáð þakkar Helga Bogasyni sem nú sat sinn síðasta fund fyrir gott og farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fundi slitið kl. 12.42
Kjartan Valgarðsson
Marta Guðjónsdóttir