Innkauparáð - Fundur nr. 97

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 19. október var haldinn 97. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri, Helgi Bogason, verkefnisstjóri, á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs dags. 12. október sl., þar sem lagt er til að tekið verði tilbjóðandi lægstbjóðanda, Jarðkrafts ehf. og ÍB verktaka ehf., í verkefnið “Korpúlfsstaðavegur, gatnagerð og brýr”. R05090074.
Samþykkt.
Höskuldur Tryggvason, frá Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf og samantekt Þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. 17. október sl., varðandi rammasamningsnotkun hjá sviðum Reykjavíkurborgar á árinu 2005.
Ólafur Jónsson skrifstofustjóri og Helga Bogason verkefnisstjóri á Þjónustu- og rekstrarsviði kynntu málið.

Fundi slitið kl. 14:00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson