Innkauparáð - Fundur nr. 96

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 5. október var haldinn 96. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Menntasviðs dags. 29. september sl., þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að mega semja, við Tengi ehf. og Rafal ehf., um uppsetningu fjarskiptalagna í 10 leikskólum. R05050082.
Beiðni Menntasviðs hafnað. Verkið er fyrirspurnarskylt. Menntasviði bent á að láta Þjónustu- og rekstrarsvið annast verðfyrirspurnina.
Sigþór Örn Guðmundsson, frá Menntasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 30. ágúst sl., sbr. fundargerð framkvæmdaráðs dags. 29. ágúst sl., ásamt bréfi Ágústar Jónssonar skrifstofustjóra dags. 5. október sl., varðandi tillögu Framkvæmdasviðs um tilhögun samningsgerðar vegna fyrirhugaðrar byggingar íþróttahúss í Laugardal. R05090004.
Innkauparáð samþykkti fyrir sitt leyti, í ljósi aðstæðna, að gengið verði til samninga, varðandi tilhögun fyrirhugaðra framkvæmda í Laugardal, sbr. framangreind bréf Framkvæmdasviðs. Vísað til staðfestingar borgarráðs.
Ámundi Brynjólfsson, frá Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram yfirlit Þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. 3. október 2005, yfir viðskipti Reykjavíkurborgar í september 2005.

4. Farið almennt yfir framkvæmd gildandi rammasamninga Reykjavíkurborgar.

5. Farið almennt yfir verklag við framlagningu erinda hjá Innkauparáði. Samþykkt svohljóðandi tillaga að verklagi:
Þar sem innkauparáð fundar jafnan á miðvikudögum er mælst til þess, við stofnanir Reykjavíkurborgar, að þau mál sem send eru Innkauparáði til afgreiðslu berist eigi síðar en á föstudegi. Mál sem berast eftir þann tíma verða, að jafnaði, ekki tekin til afgreiðslu fyrr en á þar næsta fundi innkauparáðs.

Fundi slitið kl. 14:00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson