Innkauparáð - Fundur nr. 95

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, þriðjudaginn 30. ágúst, var haldinn 92. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sat fundinn Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt á ný fram bréf sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25. ágúst sl., þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til gerðar samnings við Mími-símenntun um framkvæmd íslenskukennslu fyrir útlendinga. Jafnframt var lögð fram umsögn lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. 30. ágúst 2005.

Innkauparáð samþykkir að gengið verði til samninga við Mími-símenntun um þróunarverkefni Reykjavíkurborgar um íslenskukennslu fyrir nýbúa.


Fundi slitið kl. 15:00.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson