Innkauparáð - Fundur nr. 94

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 21. september, var haldinn 94. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs, dags. 19. september sl., þar sem óskað er eftir heimild til innkaupa á 8 Schlumberger DG4S miðamælum. R05090085.
Samþykkt.
Kolbrún Jónatansdóttir, rekstrarstjóri hjá Bílastæðasjóði, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf frá skrifstofu mannvirkjagerðar hjá Framkvæmdasviði, dags. 20. september sl., þar sem kynntar eru niðurstöður forvals vegna væntanlegs útboðs á miðlægri stýringu umferðaljósa í Reykjavík. Jafnframt lagt fram yfirlit þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. 12. ágúst sl., um skoðun á fjárhag bjóðenda. R05060117.
Samþykkt lokað útboð með þátttöku eftirtalinna aðila: Nortek ehf., Siemens AG, EJS hf. og Swarco Holding AG
Höskuldur Tryggvason, frá skrifstofu mannvirkjagerðar hjá Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf borgarminjavarðar, dags. 11. september sl., ásamt fylgiskjölum þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að ganga til samninga við þýska fyrirtækið Art+Com um kaup á hugverki og sérhönnuðum margmiðlunarbúnaði vegna menningarminja við Aðalstræti. R05090047.
Frestað.
Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, sat fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 13:50.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson