Innkauparáð - Fundur nr. 93

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 7. september var haldinn 93. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Farið almennt yfir á framkvæmd útboðsmála hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs sat fundinn.

Innkauparáð samþykkti svohljóðandi bókun:

Innkauparáð óskar eftir að framkvæmdasvið láti gera úttekt á hagkvæmni þess að götur verði steyptar í stað malbiks. Í þeirri úttekt verði m.a. litið til verðs, líftíma og annarra umhverfisþátta.

2. Farið almennt yfir á framkvæmd útboðsmála hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar.
Gerður G. Óskarsdóttir sviðstjóri, Runólfur Birgir Leifsson, fjármálastjóri og Hafsteinn Sævarsson frá á Menntasviði sátu fundinn.

Fundi slitið kl. 14:00.


Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson