Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2005, föstudaginn 26. ágúst, var haldinn 91. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf bréf þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. 23. ágúst sl., þar sem kynntar eru niðurstöður útboðs um kaup á ferskum og/eða frystum fiski og unnum fiskvörum fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að ganga að tilboði Íslensks Sjávarfangs ehf. í vöruflokka 1. til 4.
Valgerður Hildibrandsdóttir, næringafræðingur og Hafsteinn Sævarsson frá menntasviði sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram bréf dags. bréf mannvirkjastofu framkvæmdasviðs, dags. 23. þ.m., þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að kaupa efni til forvörslu rústar í Aðalstræti 16.
Samþykkt og vísað til staðfestingar borgarráðs.
Þorkell Jónsson frá mannvirkjaskrifstofu og Hjörleifur Stefánsson arkitekt sátu fundinn við meðferð málsins.
- Kl. 13.30 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson sæti á fundinum og tók hann við fundarritun af Veturliða Stefánssyni, sem vék af fundi.
3. Lagt fram bréf sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25. ágúst sl., þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til gerðar samnings við Mími-símenntun um framkvæmd íslenskukennslu fyrir útlendinga.
Vísað til umsagnar lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs.
Björg Árnadóttir og Runólfur Birgir Leifsson, frá Menntasviði, sátu fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 14.00.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson