Innkauparáð - Fundur nr. 90

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 17. ágúst, var haldinn 90. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 18. júlí sl., þar sem óskað er eftir leyfi innkauparáðs til að ganga frá samningi við Hreinsitækni ehf. um breytingu verðbóta og framlengingu á samningu um hreinsun gatna og gönguleiða til ársloka 2008.
Frestað.
2. Lagt fram minnisblað lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 15. ágúst sl. varðandi ljósleiðaravæðingu í Reykjavík.
3. Lögð fram yfirlit Þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. 22. júlí og 15. ágúst sl., yfir viðskipti Framkvæmdasviðs við Þjónustu- og rekstrarsvið í júní og júlí 2005.
4. Lagt fram bréf Sólar ehf., dags. 28. júlí sl., þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg fallist á framsal rammasamnings um þvott og flutning á líni, fatnaði o.fl., til B.K. hreinsunar ehf.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 14:00

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson