Innkauparáð - Fundur nr. 89

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 6. júlí, var haldinn 89. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hjalti J. Guðmundson, verkefnisstjóri, frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar mætti á fundinn og kynnti stöðu verkefnis sem miðar að innleiðingu vistvænna innkaupa í opinberum rekstri.
2. Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, kynnti niðurstöðu greiningar á innkaupum Reykjavíkurborgar, sem unnin hefur verið á síðustu vikum, og tækifæri til hagræðingar í innkaupum m.a. með fjölgun rammasamninga og útboða, auknum magninnkaupum o.s.frv.

3. Lagt fram bréf verkefnisstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. júní 2005, þar sem óskað er heimildar til síðari framlengingar samnings við Hópferðamiðstöðina ehf., um akstur nemenda grunnskóla Reykjavíkur, um eitt ár.
Samþykkt.

4. Lagt fram bréf KONE ehf., dags. 24. júní sl. þar sem kvartað er yfir framkvæmd Verðkönnunar 219 fyrir lyftur í Háteigsskóla. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu, dags. 6. júlí 2005.
Innkauparáð samþykkti umsögnina og vísar erindi KONE ehf. frá.
Fundi slitið kl. 14.40

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur Leósson