Innkauparáð - Fundur nr. 88

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 29. júní, var haldinn 88. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur F. Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, og Veturliði Þór Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur, dags. 16. júní sl., með tillögu um gerð viðaukasamnings við samning við Hópferðamiðstöðina hf. frá 2004 um akstur fyrir Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir árin 2005 og 2006. Ennfremur er lagt til að einingarverð fyrir árin 2005 og 2006 verði verðbætt með sannanlegri hlutfallshækkun (#PR) rekstarkostnaðar hópferðarbíla.

Innkauparáð samþykkir að heimila Vinnuskóla Reykjavíkur að gera viðauka við samninginn frá 2004 vegna ársins 2005 sem og að framlengja samninginn til ársins 2006 í samræmi við ákvæði þess efnis í verðfyrirspurn frá 18. maí 2004. Einingaverð hækki miðað við vísitölu neysluverðs frá maí 2004.

2. Lagt fram bréf KONE ehf., dags. 24. júní sl. þar sem kvartað er yfir framkvæmd verðkönnunar 219 fyrir lyftur í Háteigsskóla.
Frestað.

Fundi slitið kl. 13:35.


Hrólfur Ölvisson


Jóhannes T. Sigursveinsson Haukur F. Leósson