Innkauparáð
Skipulagsráð
Ár 2007, miðvikudaginn 21. mars kl. 09:11, var haldinn 87. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson,Heiða Björg Pálmadóttir, Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þorleifsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn:Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Ólöf Örvarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Ólafur Bjarnason, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson og Þórarinn Þórarinsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi, kynning (01.141.1) Mál nr. SN050335
Lagt fram erindi Batterísins dags. 14. mars 2007 varðandi breytt deiliskipulag á Alþingisreit samkvæmt uppdrætti dags. 13. mars 2007. Í breytingunni felst eftirfarandi: flutningur á húsi við Vonarstræti 12 á lóðina Kirkjustræti 6, aukin nýting á vesturhluta reits og nýbyggingar 3-5 hæðir, tengibrú á milli húsanna nr. 8, 8b, 10 og 12 við Kirkjustræti.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
2. Skildinganes 44, breyting á deiliskipulagi (01.676.0) Mál nr. SN070045
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Arkþings dags. 22. janúar 2007 að breytingu á deiliskipulagi Skildinganess m.a. vegna stækkunar á byggingarreit og hækkunar á hluta þaks vegna Skildinganess 44. Grenndarkynning stóð yfir frá 13. febrúar til 13. mars 2007. Athugasemd barst frá Ágústu Guðmundsdóttur, dags. 12. mars 2007. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2007.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
3. Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi (01.230.1) Mál nr. SN060750
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ÞG verk, dags. 21. nóvember 2006, um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 28 við Borgartún skv. uppdrætti Björns Ólafssonar ark., dags. 15. nóvember 2006. Einnig lögð fram yfirlýsing um kvöð, dags. 17. nóvember 2006. Auglýsing stóð yfir frá 24. janúar til og með 7. mars 2007. Athugasemdabréf bárust frá Þyrpingu hf., dags. 23, febrúar 2007, Guðmundi G. Jónssyni f.h. Jóns og Þorvaldar ehf., dags. 2. mars 2007, Hússtjórninni Sóltúni 5 fh. íbúa í Sóltúni 5 dags. 5. mars 2007, Hússtjórninni Sóltúni 7 fh. íbúa í Sóltúni 7 dags. 7. mars 2007, Hússtjórninni Sóltúni 9 fh. íbúa í Sóltúni 9 dags. 7. mars 2007, Hússtjórninni Mánatúni 6 fh. íbúa í Mánatúni 6 dags. 7. mars 2007, íbúum Mánatúns 4 dags. ódags. Brunos Hjaltested fh. Húsfélaganna Borgartúni 30a og Borgartúni 30b, Sóltúni 1-13, Sóltúni 5, 7 og 9 og Mánatúni 4 og 6 dags. 6. mars 2007, Geirmundi Kristinssyni fh. Víka ehf dags. 2. mars 2007, Vífli Oddssyni, dags. 5. mars 2007, Arthuri Farestveit, dags. 6. mars 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2007.
Synjað með vísan til framlagðra athugasemda og umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
4. Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi (01.232.0) Mál nr. SN070058
Lögð fram tillaga teiknistofu Garðars Halldórssonar húsameistara, dags. 28. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Borgartúns 32. Um er að ræða rúmlega 150 m2 stækkun á inndreginni efstu hæð og útbygging á efstu hæð.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
5. Sogamýri, breyting á Aðalskipulagi (01.471) Mál nr. SN060650
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 28. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 27. nóvember 2006 til og með 8. janúar 2007. Athugasemd barst frá Guðmundi Jóhanni Arasyni f.h. íbúasamtaka Laugardals þann 8. janúar 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
6. Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag Mál nr. SN070145
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta, dags. 9. mars 2007, að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Reynisvatnsási.
Tillaga kynnt. Frestað.
7. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi (01.460.0) Mál nr. SN070122
Lögð fram tillaga Batterísins ehf., dags. 27. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir helstu stækkun verður á austurhluta í stað vesturhluta, bílakjallari verður undir stórum hluta hússins. Aukið nýtingarhlutfall skýrist að mestu leyti vegna bílakjallarans. Einnig lagt fram skuggavarp dags. 8. mars 2007.
Kynnt. Frestað.
8. Sléttuvegur, deiliskipulag (01.79) Mál nr. SN060674
Lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi svæðis neðan Sléttuvegar.
Birgir H. Sigurðsson tók sæti á fundinum kl. 10:14
Ólafur Bjarnason tók sæti á fundinum kl. 10:16
Kynnt. Frestað.
9. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN070148
Lögð fram tillaga að forsögn skipulagsfulltrúa á breytingu á deiliskipulagi fyrir Suður-Mjódd dags. í mars 2007.
Tillaga skipulagsfulltrúa að forsögn samþykkt.
10. Spöngin, Eir, breyting á deiliskipulagi (02.376) Mál nr. SN070084
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu eru lagðir fram að nýju uppdrættir teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 8. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar í Grafarvogi. Kynning stóð yfir frá 23. febrúar til og með 8. mars 2007. Athugasemdir bárust frá Þórði Halldórssyni og Ásdísi Guðmundsdóttur dags. 9. mars 2007, Valgerði Guðmundsdóttur fh. húsfélagsins Gullengi 11 ódags. og móttekið 13. mars 2007. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2007.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
11. Heiðmörk, deiliskipulag (05.1) Mál nr. SN040350
Lögð fram tillaga að forsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2006 ásamt umsögn umhverfisráðs frá 6. júní 2006. Lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. mars 2007.
Tillaga skipulagsfulltrúa að forsögn samþykkt.
12. Hádegismóar, breyting á deiliskipulagi (04.1) Mál nr. SN070036
Lögð fram drög að tillögu Hornsteina að breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa, dags. 16. mars 2007. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. janúar 2007, um að skipulags- og byggingarsviði verði falið að breyta deiliskipulagi í Hádegismóum.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs og framkvæmdasviðs vegna tillagna að umferðartengingum.
13. Starengi 6, íbúðir námsmanna, breyting á deiliskipulagi (02.38) Mál nr. SN070065
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sóleyjar Jónsdóttur arkitekts, dags. 1. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Starengis 6. Breytingin felst í því að gerður er byggingarreitur fyrir áhaldahús og bílastæða fyrirkomulagi er breytt. Kynningin stóð yfir frá 12. febrúar til 12. mars 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
14. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi (02.46) Mál nr. SN070050
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Alark arkitekta, dags. 01.02.07, að breytingu á deiliskipulagi vegna lögunar byggingarreits c, við austanvert húsið nr. 1 við Fossaleyni og að gera 5 m háa girðingu umhverfis geymslusvæði. Lögð fram yfirlýsing lóðarhafa vegna geymslugirðingar austan Egilshallar, dags. 05.02.07. Grenndarkynning stóð yfir frá 7. febrúar til 7. mars 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
(B) Byggingarmál
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN035671
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 436 frá 20. mars 2007.
16. Hlíðargerði 12, breyta þaki ,byggja við húsið (01.815.306) Mál nr. BN035337
Edda Thors, Hlíðargerði 12, 108 Reykjavík
Sigurður Guðjónsson, Hlíðargerði 12, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2007. Sótt er um leyfi til að hækka mæni um 300 mm. og endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak á norðurhluta húss, byggja anddyrisviðbyggingu við vesturhlið 1. hæðar, stækka kvist 2. hæðar yfir viðbyggingu, byggja annan kvist á austurþekju, breyta gluggum og setja svalahurð á suðurhlið 1. hæðar ásamt samþykki fyrir áður gerðum skjólvegg á austurhluta lóðar einbýlishússins á lóð nr. 12 við Hlíðargerði, skv. uppdr. VA arkitekta, dags. 24. febrúar 2005, síðast breytt 22. janúar 2007 . Kynningin stóð frá 14. febrúar til 14. mars 2007. Engar athugasemdir bárust.
Bréf hönnuðar dags. 22. jan. 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 1. hæðar 5 ferm., 2. hæðar 6,1 ferm., samtals 11,1 ferm., 55,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.801
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
17. Laufásvegur 68, forstofub. + leiðr. stærð á bílsk. (01.197.207) Mál nr. BN035330
Stefán Hilmar Hilmarsson, Brautarholt 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu við 1. hæð norðurhliðar, stækka nýsamþykktar svalir með geymslurými undir við suðurhlið 1. hæðar, koma fyrir heitum potti á stækkuðum svölum, breyta gluggum og bæta við glugga á 1. hæð norðurhliðar ásamt samþykki fyrir leiðréttingu teikninga og stærðar bílskúrs á lóð nr. 68 við Laufásveg.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. janúar 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Anddyrisviðbygging 4,1 ferm., 12,1 rúmm.
Geymsla undir svölum 32,2 ferm., 77,3 rúmm.
Bílgeymsla stækkar 4,2 ferm. og 13,1 rúmm. umfram áður bókaða stækkun.
Gjald kr. 6.800 + 6.970
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
18. Lækjarmelur 6, Iðnaðarhúsnæði (34.533.704) Mál nr. BN035581
T.Guðjónsson ehf, Viðarrima 54, 112 Reykjavík
Atorka, verktakar og vélal ehf, Vættaborgum 117, 112 Reykjavík
Við ehf, Vættaborgum 15, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft stálgrindarhús með tólf einingum fyrir léttan iðnað með milliloft í hverri einingu og allt húsið klætt með lituðum stálasamlokum á lóð nr. 6 við Lækjarmel.
Stærð: Iðanaðarhús samtals 1562,4 ferm., 8349,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 567.786
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við umsókn.
19. Úlfarsbraut 70-72, parhús (02.698.502) Mál nr. BN035479
Geir Þorsteinsson, Hafnarbraut 47a, 780 Höfn
Sigurður Finnsson, Blásalir 7, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70-72 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2007 fylgir erindinu.
Stærð Úlfarsbraut 70: 211,2 ferm., þar af bílgeymsla 25,1 ferm.
Úlfarsbraut 72: Sömu stærðir.
Samtals: 422,4 ferm., 1341,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 91.229
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
(D) Ýmis mál
20. Dunhagi 18-20, óleyfisframkvæmdir (01.545.113) Mál nr. BN035631
Lagt fram afrit af bréfi byggingarfulltrúa dags. 15. mars 2007 vegna ábendingar til embættis byggingarfulltrúa um óleyfisframkvæmdir í húsi nr. 18-20 við Dunhaga.
Stöðvun byggingarfulltrúa á framkvæmdum staðfest.
21. Lyngháls 1, framlenging á bráðabirgðaleyfi (04.326.0) Mál nr. SN060734
Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úti og Inni, dags. 2. nóvember 2006, varðandi framlengingu á bráðabirgðaleyfi á húsi á norðvestur horni lóðar nr. 1 við Lyngháls. Einnig lagt fram bréf Prentmets, dags. 24. janúar 2007 ásamt tillögu sviðsstjóra dags. 21. mars 2007.
Samþykkt að framlengja bráðbirgðaleyfi til tíu ára með vísan tillögu sviðsstjóra. Þinglýsa skal yfirlýsingu um að leyfið sé til bráðabirgða í tíu ár.
Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:06
22. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja Mál nr. SN070022
Lögð fram tillaga dags. 16. mars 2007 að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
23. Úlfarsárdalur, miðsvæði (02.6) Mál nr. SN050646
Þyrping hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 25. október 2005, varðandi bréf framkv.stj. Þyrpingar hf. frá 20. þ.m., þar sem óskað er eftir að ganga til samningaviðræðna við Reykjavíkurborg um kaup og uppbyggingu á miðsvæði suðurhlíða Úlfarsfells samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Einnig lagt fram bréf Þyrpingar, dags. 1. mars 2007.
24. Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, kæra, umsögn, úrskurður (01.885) Mál nr. SN050788
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. mars 2007 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs frá 28. september 2005 um breytingu á deiliskipulagi í Blesugróf stgr. 1.885 og 1.889. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 28. september 2005 um breytt deiliskipulag Blesugrófar.
25. Hraunbær 123, umsögn vegna kæru, úrskurður (04.340) Mál nr. SN070010
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. mars 2007 vegna kæru á synjun skipulagsráðs frá 9. febrúar 2005 á tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina nr. 123 við Hraunbæ vegna loftnetsmasturs. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
26. Friðun húsa, fasteignagjöld, niðurfelling Mál nr. SN070161
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. mars 2007 , varðandi niðurfellingu fasteigangjalda af friðuðum húsum til ársloka 2007. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að gera tillögu um framtíðarfyrirkomulag fasteignagjalda vegna friðaða húsa að höfðu samráði við Árbæjarsafn og menningar- og ferðamálaráð.
27. Laugardalur, ÍTR. þróun og uppbygging Mál nr. SN070158
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007 þar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum 8. mars 2007 að fela ÍTR, í samstarfi við umhverfisráð og skipulagsráð, að taka við verkefni stýrihóps um þróun og uppbyggingu í Laugardal enda þarf að gæta að sérstöðu Laugardalsins sem græns útivistarsvæðis og tryggja að öll þróun og skipulag falli vel að umhverfinu. Jafnframt verði haft samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu, m.a. með samráði við íbúasamtök Laugardals. Jafnframt verði ÍTR falið að gera nýjan þjónustusamning um Fjölskyldugarðinn.
28. Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag (01.190.2) Mál nr. SN060439
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. mars 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. mars um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Njálsgötureits 2.
29. Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á svæðisskipulagi Mál nr. SN070009
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs dags. 8. mars á afgreiðsu skipulagsráðs frá 10. janúar sl. um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi nýjan byggðareit austan Grafarholts.
30. Skipulags- og byggingarsvið, húsnæðismál Mál nr. SN070160
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007 vegna samþykktar borgarráðs frá 8. mars 2007 varðandi leigu á skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 10-12 fyrir framkvæmdasvið, skipulags- og byggingarsvið, umhverfissvið o.fl. sem og sölu á fasteignunum að Borgartúni 1, Borgartúni 3, Skúlatúni 2 og Hverfisgötu 14-14a.
31. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 16. mars 2007.
Fundi slitið kl. 11:18.
Óskar Bergsson
Stefán Þór Björnsson Stefán Benediktsson
Heiða Björg Pálmadóttir Svandís Svavarsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005
Árið 2007, þriðjudaginn 20. mars kl. 09:21 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 436. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Sigrún Reynisdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Magnús Sædal Svavarsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Austurberg 1 (04.667.801) 112096 Mál nr. BN035467
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áhorfendapöllum þar sem verða sæti fyrir 400 manns úr forsteyptum einingum og 5 m hárri netgirðingu umhverfis keppnisvellina á keppnisvelli íþróttafélagsins Leiknis á lóðinni nr. 1 við Austurberg.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botni.
2. Baldursgata 12 (01.186.108) 102229 Mál nr. BN035599
Sigurveig Kristjánsdóttir, Vatnsstígur 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu eignarhluta 0101 úr íbúð í atvinnuhúsnæði og fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi sama eignarhluta í fjöleignahúsinu á lóðinni nr. 12 við Baldursgötu.
Málinu fylgja skýringar umsækjanda dags. 13. mars 2007 svo og samþykki meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Gera skal grein fyrir brunaviðvörunarkerfi og mesta gestafjölda.
3. Básb.1-3 Naust.2-4 (04.024.401) 180375 Mál nr. BN035627
Þórtak ehf, Brúnastöðum 73, 112 Reykjavík
Þórhalli Einarsson, Brúnastaðir 73, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttri staðsetningu brunaslöngu og breyttum frágangi lofts í bílgeymslukjallara vegna lokaúttektar fjölbýlishússins Naustabryggja 4 á lóð nr. 1-3 við Básbryggju og 2-4 við Naustabryggju.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
4. Brautarholt 26-28 (01.250.103) 103423 Mál nr. BN035597
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi 3. hæðar húss nr. 26 (matshluta 03) á lóð nr. 26-28 við Brautarholt.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
5. Elliðavað 1-5 (47.916.01) 209922 Mál nr. BN035431
H-Bygg ehf, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt raðhús með innbyggðum bílgeymslum og samtals þremur íbúðum á lóð nr. 1-5 við Elliðavað.
Stærð: Hús nr. 1 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 87,8 fem., 2. hæð 102,5 ferm., bílgeymsla 29 ferm., samtals 219,3 ferm., 698,1 rúmm. Hús nr. 3 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 88,3 ferm., 2. hæð 102,5 ferm., bílgeymsla 29 ferm., samtals 219,8 ferm., 699,7 rúmm. Hús nr. 5 (matshluti 03) íbúð 1. hæð 88,8 fem., 2. hæð 102,5 ferm., bílgeymsla 29 ferm., samtals 220,3 ferm., 701,3 rúmm.
Raðhús er samtals 659,4 ferm., 2099,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 142.739
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Komi til breytinga á mannvirkjum Reykjavíkurborgar skal umsækjandi bera kostnað.
6. Faxafen 2 (01.460.303) 105662 Mál nr. BN035043
Helgi Vilhjálmsson, Skjólvangur 1, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi fyrir breyttu innra fyrirkomulagi með reyndarteikningum af veitngahúsi KFC á lóðinni nr. 2 við Faxafen.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
7. Fjallkonuvegur 1 (02.855.301) 110068 Mál nr. BN035578
Olíuverslun Íslands hf, Pósthólf 310, 121 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 10. janúar 2006 til þess að sameina núverandi söluskála og bensínafgreiðslu í eitt rými með veitingasölu í suðausturhorni og breyta suður- og vesturhlið afgreiðslu Olís á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
8. Fossháls 1 (04.302.601) 111017 Mál nr. BN035616
Fis-verk ehf, Móvað 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta eign í kjallara og koma fyrir nýrri inngangshurð og loftræstistokk á austurhlið atvinnuhússins á lóðinni nr. 1 við Fossháls.
Samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 6. mars 2007 fylgir málinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN035614
Vatn og land ehf, Kringlunni 7, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innréttingum og byggingarlýsingu frá áður útgefnu byggingarleyfi nr. 34664 dags. 16. janúar 2007 í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 8 við Frakkastíg.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
10. Freyjubrunnur 2-8 205737 Mál nr. BN035636
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Ofanritaður sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð á lóðinni nr. 2-8 við Freyjubrunn.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
11. Friggjarbrunnur 10-12 (05.055.105) 205896 Mál nr. BN035242
Páll Arnar Steinarsson, Espigerði 12, 108 Reykjavík
Elí Pétursson, Laufásvegur 65, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 10-12 við Friggjarbrunn. Húsin eru múrhúðuð á timburgrind og á steinsteyptum grunni.
Stærðir Friggjarbrunnur 10 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 74,1 ferm., 2. hæð 97 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 199 ferm. og 642,5 rúmm.
Friggjarbrunnur 12 (matshluti 02) er sömu stærðar eða samtals 199 ferm., 642,9 rúmm.
Samtals 398 ferm. og 1285,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 87.434
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
12. Friggjarbrunnur 24-26 (05.053.302) 205938 Mál nr. BN035304
Einar Gunnarsson, Garðhús 14, 112 Reykjavík
Þórður Karl Einarsson, Garðhús 14, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr steinsteypu í einangrunarmót á lóð nr. 24-26 við Friggjarbrunn.
Stærð: Hús nr. 24 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 77,5 ferm., 2. hæð 96 ferm., bílgeymsla 24,5 ferm., samtals 198 ferm., 651,8 rúmm. Hús nr. 26 (matshluti 02) er sömu stærðar og nr. 24 eða samtals 198 ferm., 651,8 rúmm.
Parhús samtals 396 ferm., 1303,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 88.645
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Gaukshólar 2-4 (04.642.002) 111907 Mál nr. BN035511
Jóhannes Georgsson, Gaukshólar 2, 111 Reykjavík
Símon Ólason, Otrateigur 50, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að einangra og klæða útveggi bílgeymslu (01-09) með álklæðningu norðan við hús nr. 2 á lóð nr. 2-4 við Gaukshóla.
Samþykki meðeigenda og sumra meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn gatna og eignaumsýslu dags. 16. mars 2007.
Gjald kr. .6800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt að rekstrarstjóri hverfisstöðvar í Jafnaseli taki svæðið út áður en framkvæmdir hefjast að nýju og í framkvæmdarlok.
14. Háagerði 49 (01.815.705) 108053 Mál nr. BN035594
Þóra Steinunn Steffensen, Háagerði 49, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja nýjar kjallaratröppur eins og samþykktar voru 16. janúar 2007 við endaraðhús á lóð nr. 49 við Háagerði.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
15. Hádegismóar 2 (04.412.301) 194768 Mál nr. BN035612
Klasi hf, Pósthólf 228, 121 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir þegar uppsettum glervegg við móttöku á 1. hæð og fyrir breytingum á upptökurými í myndveri á 2. hæð skrifstofuhúss Morgunblaðsins á lóð nr. 2 við Hádegismóa.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
16. Hofteigur 14 (01.364.102) 104610 Mál nr. BN035600
Þorvaldur B Sigurjónsson, Hofteigur 14, 105 Reykjavík
Dagný Hildur Leifsdóttir, Hofteigur 14, 105 Reykjavík
Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Hofteigur 14, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir stækkun á svölum rishæðar og áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 14 við Hofteig.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 9. mars 2007 og samþykki meðeigenda dags. 16. mars 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
17. Holtsgata 16 (01.134.316) 100365 Mál nr. BN035585
Eysteinn Sigurðsson, Holtsgata 16, 101 Reykjavík
Sótt um endurnýjun á samþykkt frá 20. des. 1996 og endurnýjuðu leyfi 21. júní 2005 þar sem sótt var um kvisti og svalir á framhlið og stækkun kvists á bakhlið ásamt íbúð á þriðju hæð (rishæð) hússins á lóð nr. 16 við Holtsgötu.
Stækkun: 3. hæð 17,3 ferm., 46 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.128
Frestað.
Tvívegis áður hafa byggingaryfirvöld samþykkt ofangreinda umsókn, nú er sótt um í þriðja skipti og grenndarkynna verður málið, það verður ekki gert nema yfirlýsing sé fengin frá umsækjanda um að í framkvæmdir verði ráðist fáist til þess byggingarleyfi.
18. Hólmvað 54-68 (04.741.702) 198829 Mál nr. BN035623
Gunnlaugur Melsted, Reykás 41, 110 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingaleyfi vegna byggingastjóraskipta fyrir raðhús nr. 56 á lóð nr. 54-68 við Hólmvað.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
19. Hólmvað 54-68 (04.741.702) 198829 Mál nr. BN035603
Gunnlaugur Melsted, Reykás 41, 110 Reykjavík
Erling Kjærnested, Lækjarvað 9, 110 Reykjavík
Hafsteinn Þór Eggertsson, Vættaborgir 50, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi raðhúsa nr. 54, 56 og 60 á lóð nr. 54-68 við Hólmvað.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
20. Hraunberg 10 (04.674.201) 112207 Mál nr. BN035520
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja léttbyggða tengibyggingu milli núverandi leikskólabygginga og sameina byggingarnar í einn matshluta á lóð nr. 10 við Hraunberg.
Stærð: Stækkun leikskóla samtals 76,2 ferm., 318,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 21.651
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.
21. Hverafold 1-5 (02.874.201) 110375 Mál nr. BN035579
Lyfja hf, Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi fyrir apotek á 2. hæð húss nr. 5 (matshluta 02) á lóð nr. 1-5 við Hverafold.
Jafnframt er erindi 28021 dregið til baka.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Ingólfsstræti 1A (01.171.021) 101365 Mál nr. BN035618
Næsti ehf, Laugavegi 170, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa inngang fram í útbrún húss, breyta barborði og fjölga snyrtingum á kránni á 1. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 1A við Ingólfssttræti.
Bréf umsækjanda dags. 12. mars 2007, umboð eigenda dags. 16. mars 2007 og ljósrit af leyfisbréfum dags. 29. apríl 2004, 2. mars 2005 og 3. mars 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 2,3 ferm., 6,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 415
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
23. Kambavað 1-3 (04.733.604) 198738 Mál nr. BN035608
Eyvindur Hreggviðsson, Kambavað 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum á eignarhluta 0305 í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 1-3 við Kambavað.
Stækkun 14,4 ferm. og 36,72 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.497
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
24. Kambsvegur 7 (01.353.105) 104223 Mál nr. BN035521
Tómas Erlingsson, Kambsvegur 7, 104 Reykjavík
Lára Björgvinsdóttir, Kambsvegur 7, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum vegna gerðar eignaskiptasamnings í tvíbýlishúsinu á lóðinni nr. 7 við Kambsveg. Þar er m.a. gerð grein fyrir áður gerðri óleyfisbyggingu.
Stækkun: 5,2 ferm. og 12,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 8.636
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna óleyfisbyggingar á svölum.
Lagfæra skráningartöflu.
25. Kistumelur 10 (34.533.601) 206618 Mál nr. BN035351
Húsbílahöllin ehf, Pósthólf 374, 212 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft stálgrindarhús klætt lituðum stálsamlokueiningum fyrir geymsluhúsnæði með tuttugu sjálfstæðum einingum á lóð nr. 10 við Kistumel.
Stærð: Geymsluhúsnæði samtals 1224 ferm., 7893,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 536.765
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Klettagarðar 15 (01.325.001) 179208 Mál nr. BN035516
Eimskipafélag Íslands ehf, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyfta viðbyggingu fyrir kæli og frystir við norðvesturgafl vöruflutningamiðstöðvar Eimskip úr stálgrind klæddri með stálsamlokueiningum á lóð nr. 15 við Klettagarða.
Stærð: Viðbygging 364,8 ferm., 1510 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 102.680
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
27. Krókháls 1 (04.323.301) 111037 Mál nr. BN035066
Áframhald hf, Krókhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja vörulager við suðausturenda hússins á lóð nr. 1 við Krókháls.
Stærðir: 103,3 ferm., 511,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 31.183
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Lágmúli 9 (01.261.303) 103509 Mál nr. BN035439
Lágmúli 9 ehf, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka stigahús og nýsamþykkta 7. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 9 við Lágmúla.
Bréf hönnuðar dags. 13. febrúar 2007 og samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun (umfram stækkun 31. október 2006) 10,8 ferm., 205,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 13.981
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Láland 7 (01.874.001) 108831 Mál nr. BN035619
Guðmundur Hjaltason, Steinagerði 18, 108 Reykjavík
Bogey Ragnheiður Sigfúsdóttir, Steinagerði 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við 1. hæð ásamt kjallara undir að suðurhlið einbýlishúss nr. 7, reisa girðingu utan um lóðahluta og setja upp heitan pott á verönd á lóð nr. 1-7 við Láland.
Stærð: Viðbygging kjallari 82,6 ferm., 1. hæð 76,7 ferm., samtals stækkun 159,3 ferm., 640,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 43.574
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
30. Lyngháls 12 (04.329.101) 180215 Mál nr. BN035606
Urð og Grjót ehf, Vesturási 58, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu á brunavarnakröfum burðarvirkis atvinnuhússins á lóðinni nr. 12 við Lyngháls.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
31. Lyngháls 4 (04.326.402) 180304 Mál nr. BN035601
Grjótháls ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga innkeyrslum og bílastæðum á suðurlóð skrifstofu- og þjónustuhússins á lóð nr. 4 við Lyngháls.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu gatna- og eignaumsýslu vegna nýrrar innkeyrslu.
32. Norðlingabraut 12 (04.731.401) 203913 Mál nr. BN035487
Eykt hf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta hluta lagers í verslunarrými, afmarka lyftararými á 1. hæð, breyta brunahólfun við hringstiga frá bílageymslu o.fl ásamt breytingu á bílastæðum á lóð nr. 12 við Norðlingabraut.
Brunahönnun Línuhönnunar endurskoðuð 20. febrúar og 13. mars 2007 fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
33. Ólafsgeisli 20 - 28 (04.126.601) 186347 Mál nr. BN035586
Sigurður Gestsson, Ólafsgeisli 20, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka 1. hæð í áður sökkulrými, setja hringstiga milli 1. og 2. hæðar og sameina hæðirnar í eina eign ásamt samþykki fyrir útigeymslu undir tröppum að aðalinngangi íbúðar á 3. hæð tvíbýlishúss nr. 20 á lóð nr. 20-28 við Ólafsgeisla.
Stærð: Stækkun 1. hæðar 22,6 ferm., minnkun 2. hæðar vegna ops 2,5 ferm., útigeymsla 13,2 ferm.(þar af 9,4 ferm. m. salarh. undir 1,8m), samtals stækkun 33,3 ferm. 90,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.174
Frestað.
34. Ránargata 12A (00.000.000) 100524 Mál nr. BN030589
Arngrímur Fannar Haraldsson, Ránargata 12a, 101 Reykjavík
Marta Emilía Valgeirsdóttir, Ránargata 12a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum og útitröppum húss nr. 12A á lóð nr. 12 við Ránargötu.
Samþykki meðeigenda dags. 25. nóvember 2004, umsögn Húsfriðunarnefndar ríkisins dags. 6. júlí 2006 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 19. febrúar 2007 fylgja erindinu. Samþykki eigenda kjallaraíbúðar dags. 15. mars 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
35. Reykjavíkurvegur 25A (01.635.807) 106705 Mál nr. BN034527
Sturla Óskar Bragason, Reykjavíkurvegur 25a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og byggja við stofu og bílskúr einbýlishússins á lóðinni nr. 25A við Reykjavíkurveg.
Stærð: Stækkun íbúðar 13,4 ferm., 148,7 rúmm. Stækkun bílgeymslu 14,2 ferm., 43,1 rúmm.
Samtals 27,6 ferm., 191,8 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 11.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
36. Safamýri 49 (01.284.004) 103708 Mál nr. BN035610
Davíð Ólafur Ingimarsson, Flókagata 54, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg á 1. hæð og koma fyrir stálbita og súlu í staðinn í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 49 við Safamýri.
Málinu fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 27. febrúar 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
37. Sigtún 45 (01.365.113) 104680 Mál nr. BN035512
Guðríður Þ Valgeirsdóttir, Arnarstaðir, 801 Selfoss
Benedikt Reynir Valgeirsson, Sigtún 45, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignaskiptum í kjallara fjölbýlishússins á lóðinni nr. 45 við Sigtún.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
38. Síðumúli 6 (01.292.303) 103800 Mál nr. BN035044
Samband ísl berkla/brjóstholssj, Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir lyftu milli 1. og 2. hæðar í húsinu á lóðinni nr. 6 við Síðumúla.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN035635
Smáragarður ehf, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur
Ofanritaður óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi vegna steypu á undirstöðum á lóðinni nr. 2 við Skarfagarða.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
40. Skeifan 19 (01.465.101) 195606 Mál nr. BN035432
Myllan-Brauð hf, Pósthólf 4272, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem búnings- og kaffiaðstaða starfsfólks hefur verið flutt milli hæða og breytingar á innréttingum, byggingu millilofta og endurskilgreining á brunavörnum í atvinnuhúsnæðinu (bakarí) á lóðinni nr. 19 við Skeifuna.
Meðfylgjandi er bréf burðarvirkishönnuðar dags. 12. mars 2007
Stærðir: Stækkun v/millilofts 463,1 ferm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Skipasund 11 (01.356.306) 104382 Mál nr. BN035604
Jóhanna Þórdórsdóttir, Skipasund 11, 104 Reykjavík
Óskar Eggert Óskarsson, Skipasund 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvist á vesturhluta þaksins á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 11 við Skipasund.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 12. mars 2007.
Stækkun xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 001 dags. 12. mars 2007.
42. Skúlagata 51 (01.220.008) 102784 Mál nr. BN035453
Eignarhaldsfél Kirkjuhvoll ehf, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leiðréttingu á viðbótargatnagerðargjöldum sem lögð voru á vegna atvinnuhússins á lóðinni nr. 51 við Skúlagötu.
Einnig lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. með útreikningi á viðbótargatnagerðargjöldum og niðurstöðu um að draga eigi erindi þetta til baka.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
43. Sléttuvegur 19-23 (01.791.201) 202340 Mál nr. BN035625
Samtök aldraðra, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir stálbita undir svalir við suðurhlið húsa nr. 19 og 21 á lóð nr. 19-23 við Sléttuveg.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
44. Snorrabraut 29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN035596
Alda fasteignafélag ehf, Snorrabraut 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. og 2. hæð og til breytinga á brunatæknilegum atriðum í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 29 við Snorrabraut.
Málinu fylgir samþykki þriggja meðlóðarhafa ódagsett.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Sóleyjarimi 1-23 (02.536.101) 196697 Mál nr. BN035609
Kjartan Jónsson, Sóleyjarimi 15, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum í eignarhlutum 0401, 0501, 0502 og 0503 í húsinu nr. 15 á lóðinni nr. 1-23 við Sóleyjarima.
Samþykki meðeigenda í nr. 15 fylgir ódagsett.
Stækkun 49,6 ferm. og 357,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 24.290
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
46. Sóleyjarimi 17 (00.000.000) 199446 Mál nr. BN035607
Jón Hafsteinn Eggertsson, Sóleyjarimi 17, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka svölum í íbúð 0501 í fjölbýlishúsinu nr. 17 á lóðinni nr. 1-23 við Sóleyjarima.
Samþykki meðlóðarhafa í nr. 17 ódagsett fylgir.
Stærð 11,5 ferm. og 31,63 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.151
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
47. Suðurlandsbraut 24 (01.264.103) 103530 Mál nr. BN035519
Landsafl hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi 1. - 5. hæðar og samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Sundlaugavegur 12 (01.361.001) 104550 Mál nr. BN035430
Nordic Partners ehf, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka og endurinnrétta fiskverslun á 1. hæð ásamt leyfi til þess að opna áður byrgð op og loka öðrum, sýnd eru fjögur bílastæði á suðurhluta lóðar ásamt geymsluskúr og geymsluviðbygging við bílskúr við fjöleignahúsið á lóð nr. 12 við Sundlaugaveg.
Samþykki meðeigenda dags. 1. febrúar 2007, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. febrúar 2007 og bréf varðandi op í eldri veggi dags. 7. mars 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Áður gerð geymsluviðbygging (matshluti 02) 5,1 ferm., 13,8 rúmm. Áður gerðir geymsluskúrar (matshluti 03) 22,7 ferm., 47,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 4.155
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
49. Vatnagarðar 24 (01.339.603) 103924 Mál nr. BN035524
Gunnar Bernhard Guðjónsson, Langholtsvegur 78, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta notkun vestari hliðarbyggingar (matshluta 03) í sýningarsal og setja glugga í stað áður vængjahurða á norðausturhlið sama matshluta, einnig er sótt um samþykki fyrir áður gerðri breytingu á útliti aðalinngangs (matshluta 01), breytingu innra skipulags og stækkun millilofts, sem áður hefur verið skráð í atvinnuhúsinu á lóð nr. 24 við Vatnagarða.
Umboð vegna undirritunar umsóknar dags. 15. mars 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
50. Viðarhöfði 6 (04.077.502) 110687 Mál nr. BN035582
Klúkusteinn ehf, Viðarhöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa stiga að útvegg og breyta innra skipulagi á millilofti atvinnuhússins á lóðinni nr. 6 við Viðarhöfða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
51. Þingholtsstræti 17 (01.180.103) 101679 Mál nr. BN035613
Þingholtsstræti 17,húsfélag, Þingholtsstræti 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja að mestu niðurgrafna viðbyggingu úr steinsteypu að suðurhlið hússins nr. 17 við Þingholtsstræti. Um er að ræða minni háttar breytingu á stærðum frá áður útgefnu byggingarleyfi nr. 32793 dags. 18. janúar 2006.
Stækkun: 53,2 ferm. og 126,2 rúmm.
Gjald kr.6.800 + 8.582
Frestað.
Lagfæra skráningu.
52. Þingholtsstræti 2-4 (01.170.205) 101333 Mál nr. BN035605
Borgarbræður hf, Hafnarstræti 1-3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja, hækka ris og byggja við atvinnuhúsið á lóðinni nr. 2-4 við Þingholtsstræti.
Stækkun xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
53. Ægisíða 113 (01.532.218) 106215 Mál nr. BN035615
Þórður Bogason, Ægisíða 113, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka kvist út yfir þar sem nú eru svalir, byggja pall og tröppur ofan í garð og koma fyrir hurð út á pall einbýlishússins á lóðinni nr. 113 við Ægisíðu.
Stækkun 4,2 ferm. og 10 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 860
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu, vísað er til uppdrátta A1.01, 02 og 04 dags. 21. júní 2006. Jafnframt er vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
Ýmis mál
54. Brautarholt 10-14 / Skipholt 11-13 (00.000.000) 103041 Mál nr. BN035640
Skipholt 11-13 ehf, Ármúla 13A, 108 Reykjavík
Guðmundur Kristinsson ehf, Gerðhömrum 27, 112 Reykjavík
Lögð fram tillaga Framkvæmdasviðs dags. 15. mars 2007 að skiptingu og stækkun lóðarinnar nr. 10-14 við Brautarholt og nr. 11-13 við Skipholt.
Lóðin er 3859 ferm. Tekið undir Brautarholt 10-14, 1712 ferm.
Lóðin verður 2147 ferm., og verður skráð Skipholt 11-13.
Brautarholt 10-14: Frá upphaflegri lóð 1712 ferm.
Bætt við lóðina af óútvísuðu landi 174 ferm.
Lóðin verður 1886 ferm.
Sbr. deiliskipulag samþykkt í skipulagsráði 17. janúar 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
55. Dalbraut 21-27 (01.350.506) 104155 Mál nr. BN035641
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 13. febrúar síðastliðinn var sótt um samþykki fyrir skráningu og teikningum af núverandi innra skipulagi og uppfærslu brunavarna í húsi nr. 27 með 24 íbúðareingum fyrir aldraða og raðhúsum nr. 21, 23 og 25 með 6 íbúðareiningum í hverju þeirra á lóð við Dalbraut. Í staðin fyrir með 24 íbúðareiningar í húsi nr. 27 hefði átt að standa með 46 íbúðareiningar.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Fyrirspurnir
56. Baughús 22 (02.846.105) 109746 Mál nr. BN035576
Hlynur Árnason, Baughús 22, 112 Reykjavík
Spurt er hvort lyft yrði að byggja léttbyggða viðbyggingu við suðvesturhorn tvíbýlishússins á lóð nr. 22 við Baughús.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
57. Bjallavað 1-5 (04.732.701) 201465 Mál nr. BN035588
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að stækka 3. hæð fram að útbrún 1. og 2. hæðar fjölbýllishússins á lóð nr. 1-5 við Bjallavað.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.
58. Freyjubrunnur 25-27 (02.695.502) 205732 Mál nr. BN035617
ÁF-hús ehf, Stórhöfða 33, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja átta íbúða fjölbýlishúshús með innbyggðri bílgeymslu fyrir átta bíla í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 25-27 við Freyjubrunn.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi, m.a. vegna staðsetningar vegna sérstöðu húss við torg, þakforms og rýmd á svölum, útbygging á bakhlið.
59. Meistaravellir 31-35 (01.523.101) 105995 Mál nr. BN035598
Ólafur Ingi Ólafsson, Meistaravellir 31, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvo bílskúra að vesturhlið þeirra tveggja sem þegar eru byggðir á lóð fjölbýlishússins nr. 31-35 við Meistaravelli.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem grenndarkynnt verður og samþykki meðeigenda fylgi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:10.
Magnús Sædal Svavarsson Þórður Búason
Helga Guðmundsdóttir Sigrún Reynisdóttir
Sigríður Kristín Þórisdóttir