Innkauparáð - Fundur nr. 86

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 8. júní, var haldinn 86. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Veturliði Stefánsson, lögfræðingur á lögfræðiskrifstofu, Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Ólafur Kr. Hjörleifsson, lögfræðingur borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs frá 29. f.m. varðandi niðurstöðu útboðs á verkinu gangstígar 2005, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Burkneyjar ehf, að fjárhæð kr. 62.403.900,-. Jafnframt lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 30. f.m.
Tillaga Framkvæmdasviðs samþykkt.
Höskuldur Tryggvason frá Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf deildarstjóra sorphirðu- og dýraeftirlits Umhverfissviðs, ódags., þar sem óskað er eftir heimild til framhaldskaupa á 240 lítra sorptunnum af Hringtorgi ehf., að heildarfjárhæð 1.177.770,-.
Samþykkt.
Guðmundur B. Friðriksson, deildarstjóri sorphirðu- og dýraeftirlits, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf verkefnisstjóra trygginga frá 2. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs á öryggisgæslu stofnana Reykjavíkurborgar, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Öryggismiðstöðvar Íslands hf. að fjárhæð kr. 42.873.128,-. Jafnframt lögð fram bréf borgarendurskoðanda frá 27. f.m. og borgarbókara frá 1. þ.m. um skoðun á fjárhag fyrirtækisins.
Samþykkt.

4. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu frá 2. þ.m. yfir viðskipti við skrifstofuna í maí 2005.


Fundi slitið kl. 13.26


Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson