Innkauparáð - fundur nr. 85

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, mánudaginn 23. maí, var haldinn 85. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Ólafur Kr. Hjörleifsson, lögfræðingur borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs frá 18. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs á fræsun malbiksslitlagna í Reykjavík 2005-2007, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Drafnarfells ehf., að fjárhæð kr. 65.241.780,-. Jafnframt lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 23. s.m.
Tillaga Framkvæmdasviðs samþykkt.
Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur á Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 13.10 vék Hrólfur Ölvisson af fundi.

2. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs frá 20. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs 1 á malbiksyfirlögnum í Reykjavík 2005, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., að fjárhæð kr. 63.723.777,-. Jafnframt lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. s.d.
Tillaga Framkvæmdasviðs samþykkt. Haukur Leósson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur á Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs frá 20. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs 2 á malbiksyfirlögnum í Reykjavík 2005, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Loftorku ehf., að fjárhæð kr. 77.600.000,-. Jafnframt lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 23. s.m.
Tillaga Framkvæmdasviðs samþykkt.
Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur á Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs frá 20. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs 3 á malbiksyfirlögnum í Reykjavík 2005, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., að fjárhæð kr. 66.949.877,-. Jafnframt lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. s.d.
Tillaga Framkvæmdasviðs samþykkt. Haukur Leósson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur á Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 13.15 tók Hrólfur Ölvisson sæti á fundinum.

5. Lagt fram svar borgarbókara frá 20. þ.m. við fyrirspurn innkauparáðs um símakostnað Reykjavíkurborgar árin 2003 og 2004, sbr. 8. liður fundargerðar ráðsins 6. apríl sl.



6. Kynnt drög að útboðslýsingu vegna fyrirhugaðs útboðs á kaupum á fiski og fiskvörum.


Fundi slitið kl. 13.55

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson