Innkauparáð - Fundur nr. 84

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2005, miðvikudaginn 18. maí, var haldinn 84. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Ólafur Kr. Hjörleifsson, lögfræðingur borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra innkaupa- og rekstrarskrifstofu frá 25. f.m. ásamt bréfi sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 20. s.m. varðandi fyrirspurn um útboð á bankaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar, sbr. 3. liður fundargerðar innkauparáðs frá 3. mars.
Anna Skúladóttir, sviðsstjóri Fjármálasviðs, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála í málinu nr. 13/2005, Vegamál gegn Reykjavíkurborg, dags. í dag.

3. Rætt um undirbúning fyrirhugaðs útboðs á kaupum á fiski og fiskvörum.


Fundi slitið kl. 13.55

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson