Innkauparáð - Fundur nr. 83

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2005, miðvikudaginn 11. maí, var haldinn 83. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu og Ólafur Kr. Hjörleifsson, lögfræðingur borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs frá 10. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs á 30 km hverfum og úrbótum á gönguleiðum 2005, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Gísla Magnússonar að fjárhæð kr. 47.047.624,-. Jafnframt lagt fram bréf innkaupa- og rekstrarskrifstofu um skoðun á fjárhag bjóðanda, dags. s.d.
Tillaga Framkvæmdasviðs samþykkt.
Höskuldur Tryggvason frá Framkvæmdasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram yfirlit innkaupa- og rekstrarskrifstofu frá 6. þ.m. yfir viðskipti við skrifstofuna í apríl 2005.

3. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs frá 9. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að framkvæma forval og lokað útboð vegna hönnunar á gatnagerð í 1. áfanga Úlfarsfells, þar sem hæfni umsækjenda verði metin af 3ja manna dómnefnd.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Ólafur Stefánsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.


Fundi slitið kl. 13.20


Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson