Innkauparáð - Fundur nr. 82

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 4. maí, var haldinn 82. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri innkaupa- og rekstrarskrifstofu, Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, og Ólafur Kr. Hjörleifsson, lögfræðingur borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 21. f.m. í máli nr. 13/2005; Vegamál ehf. gegn Reykjavíkurborg.
Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur á Framkvæmdasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Hvalstöðvarinnar ehf. frá 26. f.m. varðandi útboð á áætlunarsiglingum til Viðeyjar. Jafnframt lagt fram svar deildarstjóra innkaupa- og rekstrarskrifstofu til félagsins frá 28. s.m. ásamt fylgiskjölum.

3. Lagt fram svar sviðsstjóra Framkvæmdasviðs frá 18. f.m. við fyrirspurn innkauparáðs um innkaup á hönnun, eftirliti og öðrum þáttum, sbr. 7. liður fundargerðar ráðsins frá 6. s.m.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur á sviðinu, sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 14.15

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson