Innkauparáð - Fundur nr. 81

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 27. apríl, var haldinn 81. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf fjármálastjóra Félagsþjónustunnar frá 25. þ.m., þar sem óskað er eftir undanþágu frá gildandi innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings um læknisþjónustu við hjúkrunarheimilið Droplaugastaði og hjúkrunar- og vistheimið Seljahlíð.
Samþykkt.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 25. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild til kaupa hjúkrunarrúma ásamt fylgihlutum af A. Karlssyni hf.
Samþykkt.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra innkaupa- og rekstrarskrifstofu frá 25. þ.m. ásamt svari sviðsstjóra Fjármálasviðs frá 20. s.m. varðandi fyrirspurn innkauparáðs um möguleika á að bjóða út bankaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar.
Frestað.

4. Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 21. þ.m. í máli nr. 13/2005; Vegamál ehf. gegn Reykjavíkurborg.

5. Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 19. þ.m. í máli nr. 40/2004; GT Verktakar ehf. gegn Reykjavíkurborg.

6. Lagt fram yfirlit deildarstjóra innkaupa- og rekstrarskrifstofu frá 20. þ.m. yfir viðskipti samningsaðila vegna gerðra rammasamninga.

Fundi slitið kl. 14.10.

Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson