Innkauparáð - Fundur nr. 80

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 15. apríl, var haldinn 80. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.05. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á Þjónustu- og rekstrarsviði, Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri lögfræðiskrifstofu og Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 11. þ.m. varðandi útboð á framleiðslu og afhendingu á hellum og steinum 2005, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Steypustöðvarinnar ehf., að fjárhæð kr. 12.744.800,-. Jafnframt lagt fram bréf rekstrar- og þjónustuskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 5. s.m.
Tillaga gatnamálastjóra samþykkt.
Höskuldur Tryggvason og Theódór Guðfinnsson frá Framkvæmdasviði og Tryggvi Jónsson frá Hönnun hf. sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings Gatnamálastofu frá 22. f.m. varðandi verkið ”Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2005-2007”, útboð I, ásamt fylgiskjölum, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Garðlistar ehf., að fjárhæð kr. 80.176.800,-. Jafnframt lagt fram bréf rekstrar- og þjónustuskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 23. f.m. Þá er lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu, dags. 12. þ.m. Loks er lagt fram að nýju bréf Hreinsitækni ehf. frá 5. þ.m.
Tillaga yfirverkfræðings gatnamálastofu samþykkt.
Theódór Guðfinnsson frá Framkvæmdasviði og Tryggvi Jónsson frá Hönnun hf. sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings Gatnamálastofu frá 22. f.m. varðandi verkið ”Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2005-2007”, útboð II, ásamt fylgiskjölum, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Garðaumhirðu ehf. Jafnframt lagt fram bréf rekstrar- og þjónustuskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 23. f.m. Þá er lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu, dags. 14. þ.m.
Með vísan til umsagnar skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu samþykkir innkauparáð að gengið verði að tilboði Garðlistar ehf., að fjárhæð kr. 44.963.757.
Theódór Guðfinnsson frá Framkvæmdasviði og Tryggvi Jónsson frá Hönnun hf. sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram yfirlit rekstrar- og þjónustuskrifstofu frá 12. þ.m. yfir viðskipti Fasteignastofu við skrifstofuna í mars 2005.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs frá 14. þ.m. varðandi útboð á klór og sápu fyrir sundlaugar og íþróttahús til tveggja ára, þar sem lagt er til að tekið verði tilboðum lægstbjóðanda, Filtertækni ehf, samtals að áætlaðri fjárhæð 12 mkr. Jafnframt lagt fram bréf rekstrar- og þjónustuskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 13. s.m.
Tillaga sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs samþykkt.


Fundi slitið kl. 13.25


Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson