Innkauparáð - Fundur nr. 79

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 6. apríl, var haldinn 79. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.18. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Guðbjörg Eggertsdóttir, deildarstjóri á Þjónustu- og rekstrarsviði, Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Höskuldar Tryggvasonar, deildarstjóra á Framkvæmdasviði, dags. 4. þ.m., varðandi gatnagerð og lagnir við Lambasel, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Burkneyjar ehf., að fjárhæð kr. 49.932.895,-. Einnig lagt fram bréf deildarstjóra á Þjónustu- og rekstrarsviði, dags. 31. f.m., um skoðun á fjárhag fyrirtækisins.
Samþykkt.
Höskuldur Tryggvason og Theódór Guðfinnsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings á Framkvæmdasviði, dags. 10. mars sl., varðandi útboðið „Yfirborðsmerkingar 2005-2008.”, þar sem óskað er eftir afstöðu innkauparáðs til tilgreinds fyrirhugaðs orðalags í útboðsgögnum framangreinds útboðs um val á tilboðum.
Með vísan ákvæða VIII. kafla laga nr. 94/2001 um opinber innkaup getur innkauparáð ekki fallist á hið fyrirhugaða orðalag.

Haukur Leósson lagði fram svohljóðandi tillögu:

Með vísan til framkominnar afstöðu innkauparáðs, þess stutta tíma sem til stefnu er og 18. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, er lagt til að því verði beint til Framkvæmdasviðs að leita til Vegmerkingar ehf. um eins árs framlengingu á samningi síðasta árs, að viðbættum verðbótum sem miðist við þá hækkun sem orðið hefur á samningstímanum á lið ”072 Rekstur ökutækja” í neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Miðað verði við vísitöluna í apríl 2005 og gildi það verð út samningstímann. Verkið verði svo boðið út í heild sinni í desember 2005.

Tillaga Hauks Leóssonar samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum. Jóhannes Sigursveinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Höskuldur Tryggvason og Theódór Guðfinnsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lögð fram bréf yfirverkfræðings á Framkvæmdasviði, dags. 22. f.m., varðandi verkið ”Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2005-2007”, útboð I og útboð II. Jafnframt lögð fram bréf Þjónustu- og rekstrarsviðs um skoðun á fjárhag lægstbjóðenda, og bréf Hreinsitækni til innkauparáðs, dags. 5. þ.m.
Vísað til umsagnar Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, sem leggi mat á hvort framkomin tilboð, þ.m.t. frávikstilboð, uppfylli kröfur útboðsgagna
Höskuldur Tryggvason og Theódór Guðfinnsson frá Framkvæmdasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lögð fram tilkynning deildarstjóra Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 23. f.m., um fyrirhugað útboð á ljósleiðaratengingum á evrópska efnahagssvæðinu.

5. Lagt fram til kynningar bréf sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 31. f.m., varðandi hugmyndir um öflun tækja fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs sat fundinn við meðferð málsins.

6. Lögð fram til kynningar lokaútgáfa af gögnum vegna þátttöku fimm fyrirtækja í hugmyndasamkeppni varðandi Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs sat fundinn við meðferð málsins.

7. Bókun innkauparáðs:

Innkauparáð óskar eftir upplýsingum frá Framkvæmdasviði varðandi greiðslur til verkfræðistofa fyrir hönnun, eftirlit og aðra þætti. Upplýsingarnar taki til síðasta árs og fyrstu tveggja mánaða þessa árs.

8. Bókun innkauparáðs:

Innkauparáð óskar eftir upplýsingum frá Fjármálasviði um allan gjaldfærðan símkostnað Reykjavíkurborgar vegna áranna 2003 og 2004.


Fundi slitið kl. 14.20

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson