Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 16. mars, var haldinn 78. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf yfirverkfræðings á Framkvæmdasviði, dags. 10. mars 2005, varðandi útboðið „Yfirborðsmerkingar 2005-2008.”
Frestað.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, og Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur á Framkvæmdasviði, sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Kynning á skipuriti og verkefnum Framkvæmdasviðs.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, kynnti og gerði grein fyrir skipuriti og verkefnum sviðsins.
Fundi slitið kl. 14:15
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson