Innkauparáð - Fundur nr. 77

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 9. mars, var haldinn 77. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:05. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson, rekstrarstjóri á Þjónustu- og rekstrarsviði, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 28. f.m., varðandi byggingu tveggja deilda leikskóla við Efstaland 28 í Fossvogi, framhaldskaup, á grundvelli tilboðs í leikskóla að Stakkahlíð 19 sem byggður var skv. alútboði, samningsupphæð að fjárhæð kr. 62.704.896.
Samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum.

Haukur Leósson óskaði bókað:

Ekki hafa verið færð fram nægjanleg rök fyrir því í þessu máli af hverju æskilegt eða nauðsynlegt sé að víkja frá þeirri meginreglu, sem fram kemur í 7. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, að útboði skuli beitt við innkaup borgarinnar. Því tel ég að bjóða beri umrætt verk út í stað þess að beita undanþáguheimild 18. gr. reglnanna.

Guðmundur P. Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 10. f.m., þar sem óskað er undanþágu frá útboðsskyldu skv. innkaupareglum Reykjavíkurborgar þegar um er að ræða þjónustusamninga við ýmsa aðila um meðferðarþjónustu eða annars konar stuðningsúrræði. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra á Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. 3. þ.m.
Samþykkt.
Kristbjörg Stephensen, skrifstofustjóri á Stjórnsýslu- og starfsmannasviði, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram yfirlit Þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. 7. þ.m., yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar í febrúar 2005.

Fundi slitið kl. 14:07

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson