Innkauparáð - Fundur nr. 76

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 2. mars, var haldinn 76. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:005. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 28. f.m., þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að fara í lokað útboð án forvals meðal fjögurra verktaka varðandi öryggismyndavélakerfi í Ráðhús Reykjavíkur og verði eftirfarandi aðilum boðin þátttaka í útboðinu: Nortek hf., Nýherja Securitas hf. og Öryggismiðstöðin hf.
Samþykkt.
Einar H Jónsson og Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Rætt um skipulag innkaupa- og útboðsmála í kjölfar stjórnkerfisbreytinga. Sviðsstjóri Þjónustu- og rekstrarsviðs lagði fram minnisblað um skipulag verkefna.
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og rekstrarsviðs, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Bókun innkauparáðs:

Innkauparáð beinir því til Þjónustu- og rekstrarsviðs að kanna möguleika á að bjóða út bankaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar.

Fundi slitið kl. 14:15

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson