Innkauparáð - Fundur nr. 75

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 23. febrúar, var haldinn 75. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:000. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf deildarstjóra hjá Gatnamálastjóra, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð vegna endurnýjunar Hlemms 2005, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ásberg ehf., að fjárhæð kr. 90.000.547,-. Einnig lagt fram bréf Rekstrar- og þjónustuskrifstofu um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. 8. þ.m.
Samþykkt.
Höskuldur Tryggvason, deildarstjóri hjá Gatnamálastjóra, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 15. þ.m., varðandi byggingu tveggja deilda leikskóla við Efstaland 28 í Fossvogi, framhaldskaup, á grundvelli tilboðs í leikskóla að Stakkahlíð 19 sem byggður var skv. alútboði, áætluð samningsupphæð um 65 mkr.
Frestað.
Einar H Jónsson, Ámundi Brynjólfsson og Guðmundur P. Kristinsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 2. þ.m., þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að fara í lokað útboð meðal fjögurra verktaka varðandi öryggismyndavélakerfi í Ráðhús Reykjavíkur og verði eftirfarandi aðilum boðin þátttaka í útboðinu: Nortek hf., Nýherja Securitas hf. og Öryggismiðstöðin hf.
Frestað.
Einar H Jónsson, Ámundi Brynjólfsson og Guðmundur P. Kristinsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 16. þ.m., þar sem óskað er heimildar innkauparáðs til að kaupa af Eirbergi ehf. brautir og lyftara vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, upphæð kaupanna um 4mkr. án vsk. Einnig lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 17. þ.m.
Samþykkt.
Einar H Jónsson, Ámundi Brynjólfsson og Guðmundur P. Kristinsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar, dags. 8. þ.m., yfir veitta þjónustu við fyrirtæki og stofnanir Reykjavíkurborgar í janúar 2005.

6. Lagðar fram endurskoðaðar innkaupareglur Reykjavíkurborgar, sbr. 18. liður fundargerðar borgarráðs frá 17. þ.m.

Fundi slitið kl. 14:00

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson