Innkauparáð - Fundur nr. 72

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 26. janúar, var haldinn 72. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:55. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 25. þ.m., varðandi forval nr. ÍTR 10344: Samstarfsaðilar um þróunarverkefni, nýbyggingu, leiktæki ofl., sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs frá 14. desember s.l.

- Kl. 13:04 tók Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, sæti á fundinum.

Frestað.
Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs lagði fram og gerði grein fyrir drögum að endurskoðuðum innkaupareglum og innkaupastefnu Reykjavíkurborgar, sem innkauparáð mun yfirfara og koma með ábendingar um.
Helga Jónsdóttir, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 25. þ.m., þar sem leitað er heimildar til að semja við SG-hús ehf. á Selfossi, framhaldskaup, um byggingu þriggja deilda leikskóla við Gvendargeisla 13 í Grafarholti, að fjárhæð kr. 45mkr. með vsk. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. s.d., um skoðun á fjárhag fyrirtækisins.
Erindi forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt.
Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu, og Þorkell Jónsson, staðgengill forstöðumanns, sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram að nýju bréf dómnefndar, dags. 22. desember 2004, varðandi alútboð á viðbyggingu við Vogaskóla, sbr. 3. liður fundargerðar innkauparáðs frá 19. þ.m.
Frestað. Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að óska eftir nánari upplýsingum frá dómnefnd.
Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu, og Þorkell Jónsson, staðgengill forstöðumanns, sátu fundinn við meðferð málsins.

5. Lögð fram kvörtun vegna útboðs nr. 10473: Leikskólar, fjarskiptalagnir, 2. áfangi.
Vísað til umsagnar borgarlögmanns.


Fundi slitið kl. 14:38



Hrólfur Ölvisson


Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson