Innkauparáð - Fundur nr. 71

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 19. janúar, var haldinn 71. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:03. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um áhrif stjórnkerfisbreytinga á innkaupamál Reykjavíkurborgar.
Helga Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, og Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri rekstrar- og þjónustusviðs, sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju erindi deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. desember 2004, varðandi framlengingu samnings við Ræstingaþjónustuna sf. um bónhreinsun og bónun gólfa í grunnskólum Reykjavíkur, sbr. 2. liður fundargerðar innkauparáðs frá 5. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 11. þ.m., um skoðun á fjárhag fyrirtækisins.
Samþykkt.

3. Lagt fram að nýju bréf dómnefndar, dags. 25. nóvember 2004, varðandi alútboð á viðbyggingu við Vogaskóla, sbr. 3. liður fundargerðar innkauparáðs frá 5. þ.m.
Frestað.
Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu, og Þorkell Jónsson, staðgengill forstöðumanns, sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 15:20

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson