Innkauparáð - Fundur nr. 70

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 5. janúar, var haldinn 70. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi gatnamálastjóra, dags. 27. desember 2004, um tilboð í gerð settjarna við Sævarhöfða, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Urðar og Grjóts ehf., að fjárhæð kr. 99.808.100. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 3. þ.m., um skoðun á fjárhag lægstbjóðanda.
Erindi gatnamálastjóra samþykkt.
Höskuldur Tryggvason og Gunnar Hjartarson frá gatnamálastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. desember 2004, varðandi framlengingu samnings um bónhreinsun og bónun gólfa í grunnskólum Reykjavíkur.
Frestað.
Deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf dómnefndar, dags. 25. nóvember 2004, varðandi alútboð á viðbyggingu við Vogaskóla.
Frestað.
Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram að nýju erindi forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 13. desember 2004, varðandi útboð nr. 943 í Laugarnesskóla, 3. áfanga, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Framkvæmdar ehf., að fjárhæð kr. 159.212.615, sbr. 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 14. desember s.á. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. í dag, varðandi skoðun á fjárhag lægstbjóðanda.
Erindi Fasteignastofu samþykkt.
Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram minnisblað forstjóra Innkaupastofnunar vegna útboða á matvöru fyrir stofnanir Reykjavíkurborgar, dags. 15. desember 2004, sbr. 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 14. desember s.á.

6. Lagt fram bréf Stefáns Stefánssonar hjá Innkaupastofnun, dags. 5. janúar 2005, varðandi útboð ISR nr. 10204, ”Rammasamningur um prentun fyrir fyrirtæki og stofnanir Reykjavíkurborgar,” sbr. 6. lið fundargerðar innkauparáðs frá 14. desember 2004. Í bréfinu er lagt til að gengið verði til samninga við Gutenberg hf., Odda hf. og Svansprent ehf. Jafnframt lagt fram bréf borgarendurskoðanda, dags. í dag, um skoðun á fjárhag bjóðenda.

- Kl. 15:05 vék Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, af fundi.

Erindi Innkaupastofnunar samþykkt.

Stefán Stefánsson sat fundinn við meðferð málsins.

Bókun Innkauparáðs:

Jafnframt leggur innkauparáð áherslu á að Innkaupastofnun kynni samninginn forstöðumönnum borgarstofnana.

Fundi slitið kl. 15:50

Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson