Innkauparáð - Fundur nr. 69

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, þriðjudaginn 14. desember, var haldinn 69. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:06. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju erindi framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 18. október s.l., varðandi forval nr. ÍTR 10344: Samstarfsaðilar um þróunarverkefni, nýbyggingu, leiktæki og fl, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs frá 27. október s.l. Jafnframt lagt fram bréf borgarendurskoðanda, dags. 4. f.m., um skoðun á fjárhag umsækjenda.
Erindi framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs endursent stjórn fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Bókun innkauparáðs:

Erindi þetta er hér með endursent til stjórnar fjölskyldu og húsdýragarðsins þar sem innkauparáð óskar þess að fá afhenta sundurliðaða einkunnagjöf fyrir þá bjóðendur sem til greina koma í forvalinu áður en tekin verður afstaða til erindisins í innkauparáði.

Framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundaráðs sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Guðbjarts Sigfússonar, yfirverkfræðings hjá Gatnamálastofu, dags. 7. þ.m., þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði innanlands yfirborðsmerkingar gatna fyrir árin 2005 – 2008, með heimild til að framlengja samninginn um tvö ár ef vilji er fyrir því. Jafnframt lögð fram drög að útboðs- og verklýsingu.
Erindi yfirverkfræðings hjá Gatnamálastofu samþykkt með nánar tilgreindum athugasemdum innkauparáðs.
Guðbjartur Sigfússon sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Berglindar Söebech, verkefnisstjóra hjá Fasteignastofu, dags. 6. þ.m., þar sem lagt er til að öryggisgæsla stofnana Reykjavíkurborgar verði boðin út að nýju, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs frá 4. f.m.
Erindi verkefnisstjóra hjá Fasteignastofu samþykkt.
Berglind Söebech sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram erindi forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 13. þ.m., varðandi útboð nr. 943 í Laugarnesskóla, 3. áfanga, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Framkvæmdar ehf., að fjárhæð kr. 159.212.615.
Frestað.
Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram bréf Stefáns Stefánssonar hjá Innkaupastofnun, dags. 14. þ.m., ásamt útboðslýsingu, varðandi útboð ISR nr. 10309, ”Sorphirða hjá fyrirtækjum og stofnunum Reykjavíkurborgar”, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Íslenska Gámafélagið ehf. á grundvelli frávikstilboðs A. Jafnframt lagt fram bréf borgarendurskoðanda, dags. 11. þ.m., um skoðun á fjárhag bjóðenda.

- Kl. 13:52 vék Hrólfur Ölvisson af fundi.

Erindi Innkaupastofnunar samþykkt með þeim fyrirvara að verði samningurinn framlengdur verði ákvörðun þar um háð samþykki innkauparáðs.

Stefán Stefánsson sat fundinn við meðferð málsins.

6. Lagt fram bréf Stefáns Stefánssonar hjá Innkaupastofnun, dags. 14. þ.m., varðandi útboð ISR nr. 10204, ”Rammasamningur um prentun fyrir fyrirtæki og stofnanir Reykjavíkurborgar.”
Frestað.
Stefán Stefánsson sat fundinn við meðferð málsins.

7. Lögð fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 12. nóvember og 7. desember s.l. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í október og nóvember 2004.

- Kl. 14:30 vék Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, af fundi.

8. Fyrirspurn innkauparáðs til Innkaupastofnunar:

Hvað líður undirbúningi á útboði á kjöt- og þurrvöru sem innkauparáð hefur margítrekað krafist að farið yrði í?

9. Næsti fundur ráðsins verður haldinn 5. janúar n.k.

Fundi slitið kl. 14:43

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson