Innkauparáð - Fundur nr. 68

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 10. nóvember, var haldinn 68. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:09. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 8. þ.m., varðandi frágang innanhúss í Ingunnarskóla, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Spangar ehf., að fjárhæð kr. 403.072.000. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 9. þ.m., um skoðun á fjárhag lægstbjóðanda.
Erindi forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt.
Þorkell Jónsson, frá Fasteignastofu, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála, dags. 4. þ.m., í máli nr. 41/2004, Securitas hf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 13:40

Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson