Innkauparáð - Fundur nr. 67

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, fimmtudaginn 4. nóvember, var haldinn 67. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15:05. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Berglindar Söebech, verkefnisstjóra hjá Fasteignastofu, dags.3. þ.m., vegna útboðs öryggisgæslu fyrir stofnanir Reykjavíkurborgar, þar sem lagt er til að útboðið verði fellt úr gildi og þar með öllum tilboðum hafnað.
Erindi verkefnisstjóra hjá Fasteignastofu samþykkt.
Berglind Söebech, verkefnisstjóri hjá Fasteignastofu, sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 15:25 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sæti á fundinum.

2. Lagt fram erindi gatnamálastjóra, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í byggingu skolpdælustöðvar og gatnagerð í Vesturhöfninni, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Verktaka Magna ehf., á grundvelli tilboðs hans, að fjárhæð kr. 129.809.075. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag fyrirtækisins, dags. s.d.
Erindi gatnamálastjóra samþykkt.
Höskuldur Tryggvason, deildarstjóri hjá gatnamálastofu sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lögð fram erindi EJS hf. til kærunefndar útboðsmála, dags. 4. ágúst og 15. október s.l., varðandi útboð Innkaupastofnunar Reykjavíkur, ”Rammasamningur um tölvubúnað ofl. fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, kaup og/eða rekstrarleiga.” Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa borgarlögmanns til kærunefndar útboðsmála vegna erinda EJS hf., dags. 4. þ.m.

- Kl. 15:55 vék Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, af fundi.


Fundi slitið kl. 16:10.



Hrólfur Ölvisson


Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson