Innkauparáð - Fundur nr. 65

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 20. október, var haldinn 65. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:54. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat fundinn Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 18. þ.m., varðandi forval nr. ÍTR 10344: Samstarfsaðilar um þróunarverkefni , nýbyggingu, leiktæki og fl. Einnig lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 1. þ.m., um skoðun á fjárhag umsækjenda.

- kl. 13:02 tók Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, sæti á fundinum.
- kl. 13:06 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sæti á fundinum.

Frestað.
Framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf gatnamálastjóra, dags. 12. þ.m., varðandi útboð á hálkuvörnum og snjóhreinsun gatna árin 2004-2008, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., að fjárhæð kr. 739.448.000, sbr. 2. lið fundargerðar innkauparáðs frá 13. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar um skoðun á fjárhag Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Vélamiðstöðvarinnar ehf., dags. s.d. Einnig lögð fram bréf Marteins Mássonar hdl., dags. 21. og 29. f.m., bréf gatnamálastjóra, dags. 15. þ.m., og bréf forstjóri Innkaupastofnunar, dags. 19. þ.m.
Erindi gatnamálastjóra samþykkt með 2 samhljóða atkvæðum.
Gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
Haukur Leósson sat hjá við afgreiðslu málsins.

3. Lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings hjá Gatnamálastofu, mótt. 6. þ.m., þar sem óskað er heimildar til að framlengja verksamning við Hellur og Gras ehf. frá 2002, um viðgerðir á gangstéttum, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs frá 13. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 18. þ.m., um skoðun á fjárhag fyrirtækisins.
Erindi yfirverkfræðings Gatnamálastofu samþykkt.
Gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram erindi Pfaff Borgarljósa hf., dags. 16. júní s.l., varðandi niðurstöðu útboðs vegna hljóðkerfis í Borgarleikhús. Einnig lögð fram umsögn Fasteignastofu um erindið, dags. 15. þ.m.
Umsögn Fasteignastofu samþykkt.
Framkominni bótakröfu í erindi Pfaff-Borgarljósa vísað til borgarlögmanns.
Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 15. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í september 2004.

Fundi slitið kl. 15:05.

Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson