Innkauparáð - Fundur nr. 63

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 29. september, var haldinn 63. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:06. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat fundinn Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um áhöld og innréttingar í eldhúsum grunnskóla Reykjavíkur.

- kl. 13:12 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sæti á fundinum

Sighvatur Arnarsson og Hreinn Ólafsson frá Fasteignastofu, sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf Klæðningar ehf. til borgarráðs, dags. 27. þ.m., bréf forstjóra Innkaupastofnunar til Klæðningar ehf., dags. 24. þ.m. og bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar til Klæðningar ehf., dags. 27. þ.m.
Guðmar Magnússon og Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri Klæðningar ehf., sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram svar Hersis Oddssonar, framkvæmdastjóra Vélamiðstöðvar ehf., dags. 28. þ.m., við fyrirspurn Jóhannesar Sigursveinssonar í innkauparáði, sbr. 7. lið fundargerðar innkauparáðs frá 1. þ.m.

- kl. 14:47 vék Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, af fundi

4. Lagt fram bréf Jóns Ármanns Guðjónssonar hdl., dags. 27. þ.m., varðandi athugasemdir vegna útboðs á hljóðkerfi fyrir Borgarleikhús, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs frá 4. f.m.
Innkauparáð felur skrifstofu borgarstjórnar að svara erindinu og vísa til fyrri afgreiðslu málsins hjá innkauparáði.

Fundi slitið kl. 15:00

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson