Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 22. september, var haldinn 62. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat fundinn Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi kaup á aðsendum mat fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 20. þ.m., varðandi fjárhagsskoðun á Eldhúsi Sælkerans ehf. sbr. 2. lið fundargerðar innkauparáðs frá 1. þ.m. Jafnframt lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 21. þ.m., varðandi skoðun á fjárhag fyrirtækisins.
Erindi deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur samþykkt.
- kl. 13:07 tók Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, sæti á fundinum.
2. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar, dags. 13. þ.m., yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar í ágúst 2004.
3. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundaráðs yfir innkaup stofnana og deilda á vegum íþrótta- og tómstundaráðs á tímabilinu 1. janúar til 31. júlí 2004.
4. Lagðir fram úrskurðir kærunefndar útboðsmála í eftirtöldum málum: Uppdælingar ehf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkur, mál nr. 5/2004, frá 11. september 2004; Króli ehf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkur, mál nr. 25/2004, frá 11. september 2004; Gísli Magnússon gegn Innkaupastofnun Reykjavíkur, mál nr. 23/2004, frá 16. september 2004.
5. Rætt um innkaupastefnu Reykjavíkurborgar.
- kl. 14:14 vék Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, af fundi.
Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri Samtaka iðnaðarins, og Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, sátu fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 14:50
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson