Innkauparáð - Fundur nr. 61

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 1. september, var haldinn 61. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 19. f.m., varðandi byggingu skólpdælustöðvar í Gufunesi, þar sem lagt er til að slíta samningi við núverandi verktaka.
Erindi gatnamálastjóra frestað.
Höskuldur Tryggvason, deildarstjóri hjá gatnamálastjóra, sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi kaup á aðsendum mat fyrir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.
Erindi deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur frestað.

-Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, vék af fundi við meðferð málsins.

Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf lögfræðiþjónustunnar Fulltingis ehf., f.h. EJS hf., dags. 16. f.m., til Innkaupastofnunar Reykjavíkur, þar sem óskað er eftir rökstuðningi og gögnum vegna niðurstöðu útboðs nr. ISR 10060, ”Rammasamningur um tölvubúnað ofl. fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, kaup og /eða rekstrarleiga.” Jafnframt lögð fram umsögn Innkaupastofnunar, dags. 1. þ.m.
Umsögn Innkaupastofnunar samþykkt.
Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, og Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf Hauks F. Leóssonar, í innkauparáði Reykjavíkurborgar, dags. 4. f.m., til borgarráðs, varðandi útboð á kjöt- og þurrvörum fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram svar forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 19. f.m.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar, dags. 16. f.m., yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar í júlí 2004.

6. Lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 5. f.m. í máli nr. 17/2004: Keflavíkurverktakar hf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkur.

7. Fyrirspurn Jóhannesar Sigursveinssonar:
Að gefnu tilefni óskar Jóhannes Sigursveinsson eftir að skrifstofa borgarstjórnar gangi úr skugga um hvaða verk Vélamiðstöðin hefur fengið án útboðs ef um það er að ræða frá því 1. febrúar 2003.


Fundi slitið kl. 14:10.

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson