Innkauparáð - Fundur nr. 59

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 4. ágúst, var haldinn 59. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Guðbjörg Eggertsdóttir frá Innkaupastofnun, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju andsvar I.D. Electronics frá 15. f.m. vegna umsagnar Fasteignastofu við kvörtun I.D. Electronics v/ niðurstöðu útboðs vegna hljóðkerfis í Borgarleikhús, sbr. 9. liður fundargerðar innkauparáðs frá 9. júní s.l., þar sem kvörtuninni var vísað til umsagnar Fasteignastofu, 8. lið fundargerðar innkauparáðs frá 30. júní s.l., þar sem umsögn Fasteignastofu var samþykkt, og 3. lið fundargerðar innkauparáðs frá 22. júlí, þar sem erindinu var frestað.
Innkauparáð telur ekkert nýtt hafa komið fram í málinu sem gefi tilefni til að aðhafast frekar og vísar til fyrri afgreiðslu málsins hjá innkauparáði. Innkauparáð felur skrifstofu borgarstjórnar að tilkynna I.D. Electronics um þessa afstöðu sína.
Þorkell Jónsson og Hreinn Ólafsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu frá 28. f.m. sbr. 2. lið fundargerðar innkauparáðs frá 24. mars s.l., varðandi grunnskóla í Staðahverfi, útboð nr. 937, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Íslenskra Aðalverktaka hf., að upphæð kr. 411.646.429,-.
Erindi Fasteignastofu samþykkt.
Þorkell Jónsson og Hreinn Ólafsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

- kl. 13:15 tók Bjarnveig Eiríksdóttir, fulltrúi borgarlögmanns, sæti á fundinum.

3. Lögð fram útboðs- og verklýsing, sbr. bréf gatnamálastjóra frá 28. f.m., vegna vetrarþjónustu gatna í Reykjavík, snjómoksturs og hálkuvarna árin 2004-2008.
Erindi gatnamálastjóra samþykkt.
Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, og Höskuldur Tryggvason frá Gatnamálastofu, sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lagður fram tölvupóstur EJS frá 19. f.m., svar Innkaupastofnunar frá 27. s.m., og bréf EJS, dags. s.d., varðandi niðurstöður útboðs nr. ISR 10060, “Rammasamningur um tölvubúnað og fl. fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, kaup og/eða rekstrarleiga, sbr. 8. lið fundargerðar innkauparáðs frá 14. f.m.
Innkauparáð felur Innkaupastofnun að skrifa greinargerð um erindi EJS og leggja fyrir næsta fund innkauparáðs.
Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun og Eggert Ólafsson frá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkur sátu fundinn við meðferð málsins.

5. Haukur Leósson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn til formanns innkauparáðs:
Hver er staða útboða á þurr- og kjötvörum, sbr. 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 22. júlí s.l.?

Svar formanns innkauparáðs:
Formaður innkauparáðs svarar að hann geti ekki gert grein fyrir því hver staða útboða er á þurr- og kjötvörum fyrr en eftir 11. ágúst n.k., þar eð forstjóri Innkaupastofnunar er í fríi fram til þess tíma.

Haukur Leósson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskar bókað:
Ég gagnrýni harðlega að svör hafa enn ekki fengist, hver staða útboða á þurr- og kjötvörum er, sbr. bókun innkauparáðs á fundi sínum 22. júlí s.l. Í framhaldi mun ég senda borgarráði bréf vegna þessa máls.

Fundi slitið kl. 14:05

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson