Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 14. júlí, var haldinn 57. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:55. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundaráðs, kynnti verkefni sem fyrirhugað er að fara af stað með í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, þar sem áhugi er fyrir því að leita að samstarfsaðila fyrir þróunarverkefnið “Nýbygging, söfn, leiktæki og fleira.”
Ómar Einarsson sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lögð fram kvörtun Loftmynda ehf., dags. 6. þ.m., vegna útboðs á vegum Innkaupastofnunar nr. 10315, um myndatöku og kortagerð.
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.
3. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. þ.m., og umsögn forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 13. þ.m., vegna kvörtunar Klæðningar ehf. varðandi útboð nr. 10209, “Vesturhöfn, gatnagerð, lagnir og dælustöð,” sbr. 6. lið fundargerðar innkauparáðs frá 8. þ.m.
Umsagnir skrifstofu borgarstjórnar og forstjóra Innkaupastofnunar samþykktar.
4. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í júní 2004.
5. Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 12. þ.m., þar sem óskað er heimildar til framlengingar á verksamningi um malbiksviðgerðir fyrir Reykjavíkurborg 2002-2004 af Malbikunarstöðinni Hlaðbæ Colas hf., að áætlaðri fjárhæð kr. 65.000.000,- með virðisaukaskatti.
Erindi gatnamálastjóra frestað.
Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, sat fundinn við meðferð málsins.
6. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 13. þ.m., varðandi lokað útboð á endurgerð Aðalstrætis og frágang lóðar við Aðalstræti 16, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs frá 23. f.m., þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Grásteins ehf., að fjárhæð kr. 46.901.125.
Erindi forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.
7. Lagt fram bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar, dags. 5. þ.m., varðandi útboð á flotbryggju í Austurbugt fyrir siglingafélag Reykjavíkur, Brokey, sbr. 3. lið fundargerðar innkauparáðs frá 8. þ.m., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Örstra Marina System AS í Noregi, að fjárhæð kr. 19.991.022,-. Einnig lagt fram bréf ráðgjafa, Hönnunar hf., dags. 2. f.m., um mat á hagstæðasta tilboði. Jafnframt lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli nr. 25/2004: Króli ehf. gegn Innkaupastofnun Reykjavíkur, dags. 13. þ.m.
Erindi forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar samþykkt.
Forstöðumaður tæknideildar sat fundinn við meðferð málsins.
8. Lagt fram að nýju bréf Innkaupastofnunar, dags. 7. þ.m., ásamt fylgiskjölum 1-4, útboðsgögnum og viðaukum 1-2 við þau, varðandi niðurstöðu einkunnargjafar í útboði Innkaupastofnunar nr. 10060, “Rammasamningur um tölvubúnað ofl. fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar,” þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við eftirfarandi bjóðendur í eftirtöldum vöruflokkum:
Vöruflokkur 1 – Borðtölvur
1. Tæknival hf.
2. Nýherji hf.
3. Opin kerfi hf.
Vöruflokkur 2 – Skjáir
1. Tæknival hf.
2. Opin kerfi hf.
3. Nýherji hf.
Vöruflokkur 3 - Ferðavélar
1. Tæknival hf.
2. Opin kerfi hf.
3. Nýherji hf.
4. EJS hf.
Vöruflokkur 4 – Prentarar
1. Tæknival hf.
2. Penninn hf.
3. EJS hf.
Vöruflokkur 4 – Netþjónar
1. Tæknival hf.
2. Opin kerfi
3. Nýherji hf.
4. EJS hf.
Vöruflokkur 6 – Neteiningar
1. Opin kerfi hf.
2. Tæknival hf.
3. Nýherji hf.
4. EJS hf.
Vöruflokkur 7 – Rekstrarvörur
Gert er ráð fyrir að semja við alla bjóðendur í rekstrarvöruflokknum. Þá var lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 8. þ.m., um skoðun á fjárhag bjóðenda.
Erindi Innkaupastofnunar samþykkt, með þeim viðauka að í samningunum komi fram að verði óskað eftir framlengingu verði ákvörðun þar um háð samþykki innkauparáðs. Þá samþykkir innkauparáð að skrifa borgarráði bréf um framkvæmd samningsins og að afrit verði sent forstjóra Innkaupastofnunar.
Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun, Sigþór Guðmundsson frá Fræðslumiðstöð og Eggert Ólafsson frá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkur sátu fundinn við meðferð málsins.
9. Bókun innkauparáðs:
Samningar um verk, vöru og þjónustu, sem hafa ákvæði um framlengingu, og eru yfir viðmiðunarmörkum skulu lagðir fyrir innkauparáð.
10. Lagt fram til kynningar minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 2. þ.m., varðandi opinbera umfjöllun um það sem fram fer á lokuðum fundum nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 15:05
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson