Innkauparáð - Fundur nr. 56

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, fimmtudaginn 8. júlí, var haldinn 56. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. 7. þ.m., varðandi forval á þátttakendum vegna viðbyggingar við Vogaskóla, ásamt útboðsgögnum, sbr. 7. lið fundargerðar Innkauparáðs frá 9. f.m., þar sem lagt er til að eftirtaldir verktakar verði valdir: Eykt ehf., Keflavíkurverktakar ehf., Sveinbjörn Sigurðsson ehf., JÁ verktakar ehf., Markhús ehf. og JB verktakar ehf. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 8. þ.m., um skoðun á fjárhag umsækjenda.
Sighvatur Arnarsson sat fundinn við meðferð málsins. Þorkell Jónsson og Jón Búi Guðlaugsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð og afgreiðslu málsins.

- kl. 14:00 vék Ólafur Kr. Hjörleifsson af fundi.

Erindi forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt, útboðsgögnin samþykkt með nánar tilgreindum athugasemdum.

2. Lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 7. þ.m., ásamt fylgiskjölum 1-4, útboðsgögnum og viðaukum 1-2 við þau, varðandi niðurstöðu einkunnagjafar í útboði Innkaupastofnunar nr. 10060, “Rammasamningur um tölvubúnað ofl. fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar.” Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 8. þ.m., um skoðun á fjárhag bjóðenda.
Erindi Innkaupastofnunar frestað.
Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun og Eggert Ólafsson frá Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkur sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar, Jóns Þorvaldssonar, dags. 29. f.m., varðandi útboð á flotbryggju í Austurbugt fyrir siglingafélag Reykjavíkur, Brokey, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Örstra Marina System AS í Noregi, að fjárhæð kr. 19.991.022,-. Einnig lagt fram bréf ráðgjafa, Hönnunar hf., dags. 2. f.m., um mat á hagstæðasta tilboði.

- kl. 14:55 tók ÓlafurKr. Hjörleifsson sæti á fundinum og Sjöfn Kristjánsdóttir vék af fundi.

Erindi forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar frestað.
Forstöðumaður tæknideildar sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar, dags. 29. f.m., varðandi útboð á verkinu Skarfabakki – bygging hafnarbakka, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Ístak hf., að fjárhæð kr. 314.785.758,-. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. 30. f.m., varðandi skoðun á fjárhag Ístaks hf.
Erindi forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar samþykkt.
Forstöðumaður tæknideildar sat fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar, dags. 28. f.m., varðandi útboð á verkinu Klettasvæði – klapparlosun, fyllingar og gatnagerð.
Forstöðumaður tæknideildar sat fundinn við meðferð málsins.

6. Lagt fram bréf Klæðningar ehf., dags. 22. f.m., varðandi niðurstöðu útboðs nr. 10209 á verkinu “Vesturhöfn, gatnagerð, lagnir og dælustöð,”
Lið nr. 1 – 3 í bréfinu vísað til umsagnar Innkaupastofnunar
Lið nr. 4 í bréfinu vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

Fundi slitið kl. 15:45

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson