Innkauparáð - Fundur nr. 55

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 30. júní, var haldinn 55. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, og Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi skrifstofustjóra borgarstjórnar, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. þ.m., varðandi kosningu innkauparáðs 2004.

2. Lagt fram að nýju yfirlit Innkaupastofnunar, dags. 7. júní 2004, yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í maí 2004, sbr. 10. lið fundargerðar innkauparáðs frá 9. þ.m.

3. Lögð fram umsögn forstjóra Innkaupastofnunar, frá 29. þ.m., um erindi Olís, dags. 26. f.m., varðandi rammasamning um kaup á plastpokum fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, sbr. 13. lið fundargerðar innkauparáðs frá 9. þ.m.
Umsögn forstjóra Innkaupastofnunar samþykkt.

4. Lögð fram umsögn forstjóra Innkaupastofnunar, frá 29. þ.m., um erindi Olís, dags. 26. f.m., varðandi rammasamning um kaup á hreinlætispappír fyrir stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar, sbr. 12. lið fundargerðar innkauparáðs frá 9. þ.m.
Umsögn forstjóra Innkaupastofnunar samþykkt.

5. Lagt fram afrit af bréfi forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 28. þ.m., til A. Karlssonar ehf. varðandi athugasemdir fyrirtækisins við verðkönnun á sjálfvirkum hjartarafstuðtækjum, sbr. 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 23. þ.m.

6. Lagt fram að nýju yfirlit íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 20. apríl 2004, varðandi innkaup stofnana og deilda á vegum ráðsins 1. janúar til 31. desember 2003, sbr. 1. lið fundargerðar Innkauparáðs frá 9. þ.m.
Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs, sat fundinn við meðferð málsins.

7. Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs, kom með svohljóðandi tillögu um framhaldskaup ráðsins á upplýsingatöflu fyrir tímatökubúnað í Laugardalslaug:

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir að fá að kaupa búnað frá Omega Electronics vegna nýrrar sundlaugar í Laugardal. Um er að ræða upplýsingatöflu sem tengist tímatökutækjum vegna birtingar úrslita í sundmótum. Um er að ræða framhaldskaup. Búnaður þessi er frá sama fyrirtæki og annar tæknibúnaður í lauginni vegna tímatöku og því er talið æskilegt að öll tæki vegna tímatöku upplýsingabúnaðar sé frá sama aðila. Heildarverð 72.000 pund, eða um 9.3 milljónir ísl. kr., án virðisaukaskatts.

Tillagan samþykkt.
Ómar Einarsson sat fundinn við meðferð málsins.

8. Lögð fram umsögn Fasteignastofu, frá 29. júní 2004, vegna kvörtunar ID electronics, dags. 24. f.m., yfir niðurstöðu útboðs vegna hljóðkerfis í Borgarleikhúsinu, sbr. 9. lið í fundargerð innkauparáðs frá 9. þ.m.
Umsögn Fasteignastofu samþykkt.
Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu og Jakob Tryggason, hljóðtæknimaður Borgarleikhúss, sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 13:45

Hrólfur Ölvisson

Haukur Leósson Jóhannes Sigursveinsson